
- This event has passed.
Borgarstjórinn setur Vetrarhátíð
4. febrúar, 2016 - 19:30 - 20:00

Vetrarhátíð hefst á höfuðborgarsvæðinu í dag, fimmtudaginn 4. febrúar.
Vetrarhátíð í Reykjavík er dagana 4.-7. febrúar. Þetta er frábær upplifun fyrir alla fjölskylduna og lífgar verlega upp á skammdegið. Fjölskyldan þín og vinir getið farið á söfn og sundlaugar á Höfuðborgarsvæðinu með nýju sniði.
Dagur B. Eggertsson borgarstjóri setur hátíðina klukkan 19:30 og afhjúpar verkið Slettireku. Á opnunarkvöldinu verður ljósahjúp Hörpu breytt í risastóran gagnvirkan striga sem almenningur getur myndskreytt með sýndarmálningu. Myndskreytingin fer þannig fram að vefsíðan paint.is er opnuð í síma og þar verður hægt að velja liti til að setja á glerhjúpinn.
Verkið Slettireka er vinningstillaga þeirra Halldórs Eldjárns og Þórðar Hans Baldurssonar um efnilegasta listaverkið á ljósahjúp Hörpu fyrir Vetrarhátíð 2016.
Viltu vita meira um Vetrarhátíð? Skelltu þér á vefsíðu Vetrarhátíðar.
[ad name=“POSTS“]