Loading Events

« All Events

  • This event has passed.

Borgarleikhúsið: Opið hús fyrir alla!

29. ágúst, 2015 - 13:00 - 16:00

Það er alltaf gaman að fara í leikhús. Það er reyndar enn skemmtilegra þegar leikarar úr sýningum taka á móti gestum og hitta þá til að spjalla.

Þetta getið þið upplifað í Borgarleikhúsinu laugardaginn 29. ágúst. Þar verður opið hús á milli klukkan 13:00-16:00.

Borgarleikhúsið býður upp á skemmtilegar uppákomur og léttar veitingar fyrir alla fjölskylduna. Svo verður Mamma Mia leikur og lofar Borgarleikhúsið veglegum vinningum.

Drífið ykkur í leikhús. Góða skemmtun!

 

Í Borgarleikhúsinu getið þið gert og séð þetta:
Atriði úr Billy Elliot á stóra sviðinu
Kenneth Máni er kynnir
Lína Langsokkur og Hr. Níels skemmta
Tæknifikt, búninga – og hárkollumátun, blöðrur og annar glaðningur
Lalli töframaður leikur listir sínar
Atriði úr Blæði með Íslenska dansflokknum
Ofurhetjurnar Óður & Flexa bjarga deginum
Ljúfir leikhústónar, kaffi og ilmandi vöfflur
Hljómsveitin Hundur í óskilum tekur lagið
Frábærir leikarar stíga á svið og taka lagið
Skoðunarferðir um undraveröld leikhússins
Opnar æfingar á Ati, Öldinni okkar og Sókrates
Myndatökur með Línu og fleiru

Details

Date:
29. ágúst, 2015
Time:
13:00 - 16:00
Event Category:
Event Tags:
, , ,

Venue

Borgarleikhúsið
Listabraut 3
103 Reykjavík, Reykjavík 103 Iceland
+ Google Map

[ad name=“POSTS“]