
- This event has passed.
Borgarbókasafn: Gaman að skoða ævintýramyndir
17. maí, 2015 - 31. ágúst, 2015

Þeir sem ekki láta stressið um Verslunarmannahelgina á sig fá og ætla að halda sig í höfuðborginni geta gert eitt og annað sér til skemmtunar.
Þeir sem eru fyrir myndlist ættu að kíkja á sýningu hjónanna úrklippumeistarans Juventu og bókahönnuðarins Paulius frá Lithén á Kaffi 111, kaffihúsinu í borgarbókasafninu Gerðubergi í Breiðholti. Sýningin heitir „Lísa og undur engisins“. Juventa hefur gefið út bók fyrir börn á aldrinum 3-6 ára og heitir hún Sögur af Taylor.
Sýningin „Lísa og undur engisins“ er innsýn í heim engisins – þegar plöntur og grasið fyllist töfrum og um litla stelpu frá stórborg og kanínuna hennar. Á enginu er mikið af leyndarmálum; vindurinn blæs í flautu sína, býflugurnar syngja og jurtir hvísla sögur. Daglegt líf stelpunnar snýst um tölvur og internet en ekki náttúruna og þau leyndarmál sem hún býður upp á. Dag einn uppgötvar litla stelpan undur engisins; gengur berfætt í grasinu, finnur lykt af blómunum, gleymir sér í dansi við lag vindsins og kynnist lítilli kanínu sem býr á ævintýraenginu og hlustar á sögur hennar. Mun litla stelpan finna kraftaverk milli himins og jarðar? Mun hún skilja það sem hún fann? Mun hún njóta þess að hlaupa í gegnum blómstrandi engi, dansa í rigningunni og flétta galdra í jurtakrans?
Farið á Borgarbókasafn. Svörin fást á sýningunni.
[ad name=“POSTS“]