
- This event has passed.
Bolluvendir og öskupokar á Borgarbókasafni
7. febrúar, 2016 - 15:00 - 16:30
Borgarbókasafnið í Grófinni við Tryggvagötu og í Sólheimum bjóða upp á föndursmiðju í dag. Þar verður hægt að búa til öskupoka fyrir öskudaginn og bolluvendi fyrir bolludaginn. Bolluvendir eru skemmtilegir fyrir hressa krakka á öllum aldri. Það er tilvalið að gera bolluvendi í dag enda Bolludagurinn á morgun, mánudaginn 8. febrúar.
Á vef Borgarbókasafnsins segir að öllum krökkum á öllum aldri er boðið að taka þátt. Mælt er með því að þau taki afa og ömmu með.
Allt efni er á staðnum – aðgangur ókeypis!
Föndursmiðjan er í samstarfi við Heimilisiðnaðarfélagið.
Krakkarnir fá leiðsögn við að sauma öskupoka og svo er hægt að velja um tvær mismunandi gerðir af bolluvöndum, sígilda bolluvendi úr kreppappír eða úr pappadiskum.
[ad name=“POSTS“]