Loading Events

« All Events

  • This event has passed.

Öllum boðið að veiða frítt í Hlíðarvatni

23. ágúst, 2015 - 07:00 - 17:00

Það er gaman að veiða fallegar bleikjur. En líka stuð að fara í berjamó ef ekkert gengur við vatnið. MYND / Axel Jón Fjeldsted

Förum að veiða!

Stangaveiðifélög sem eru með aðstöðu við Hlíðarvatn í Selvogi bjóða gestum að koma í veiði án endurgjalds í vatninu sunnudaginn 23. ágúst. Þetta eru Stangaveiðifélagið Árblik, Ármenn, Stangaveiðifélag Hafnafjarðar, Stangaveiðifélag Selfoss og Stangveiðifélagið Stakkavík. Í kringum vatnið er berjaland og því hægt að fara í ber eftir öngullinn festist í rassinum.

Fram kemur á vefsíðu Stangveiðifélags Selfoss að fulltrúar félaganna verða á staðnum og munu leiðbeina gestum um agn, veiðistaði og aðferðir. Einnig verður að fá á staðnum ýmsar upplýsingar um vatnið og veiðina í því.

Hér eru líka upplýsingar um fengsælustu flugurnar og veiðistaðina.

Aflaklær og landkrabbar geta komið á sunnudagsmorgun og veitt til klukkan 17:00.

Þið verðið að skilja ormana eftir heima því aðeins er leyfilegt að veiða á flugu og spún. Gestir eru vinsamlegast beðnir að skrá aflann hjá einhverju félaganna. Skrá þarf tegund, þyngd, lengd og agn. Óheimilt er að vera með lausa hunda á svæðinu.

Hafið með ykkur pollagalla til vara því Veðurstofa Íslands spáir sólarglætu en dálítilli rigningu.

Details

Date:
23. ágúst, 2015
Time:
07:00 - 17:00
Event Category:
Event Tags:
, ,

Venue

Hlíðarvatn
Hlíðarvatn
Selvogi, Selvogur 815 Iceland
+ Google Map

[ad name=“POSTS“]