
- This event has passed.
Blómstrandi dagar í Hveragerði
13. ágúst, 2015 - 16. ágúst, 2015
Bæjarhátíðin Blómstrandi dagar í Hveragerði er dagana 13.-16. ágúst. Áhersla er á uppákomur frá fimmtudegi til sunnudags. Áhugaverðar listsýningar og fjölbreyttir tónlistarviðburðir eru í bænum þessa daga ásamt heilsutengdum atriðum fyrir alla aldurshópa.
Á Blómstrandi dögum leggja íbúar í Hveragerði hátíðinni lið með því að skreyta hverfi sín og garða. Mikil stemning hefur líka myndast í kringum bílskúrsmarkaði og gallerí út um allan bæ.
Hljómsveitir og húllumhæ
Á föstudagskvöldinu verður jazz og blúshátíð á Hótel Örk. Valdimar og hljómsveit stíga á stokk og stórsöngvararnir og sætabrauðsdrengirnir, Gissur Páll Gissurarson, Hlöðver Sigurðsson, Bergþór Pálsson, Viðar Gunnarsson og Halldór Smárason, píanóleikari taka lagið. Jónsi „Í svörtum fötum“ verður með gítarinn í Eden.
Hápunkturinn er á laugardeginum 15. ágúst en þá heldur Kjörís Ísdaginn mikla. Öllum gestum verður þá boðið upp á eins mikinn ís og þeir geta torgað.
Skemmtidagskrá verður á Kjörísplaninu þar sem Ingó, Gunni Helga, Jói G. og fleiri gestir leika og syngja. Einnig verður fjölbreytt fjölskyldudagskrá á Fossflöt alla helgina. Um kvöldið er brekkusöngur í Lystigarðinum en þar stýrir Sóli Hólm brekkusöng og mun flugeldasýningin verða stórglæsileg í ár. Hljómsveitin Í svörtum fötum leikur svo á blómadansleik á Hótel Örk.
Skoðaðu flotta dagskrá Blómstrandi daga á Facebook.
[ad name=“POSTS“]