
- This event has passed.
Barnasýning ársins er drullumall
15. nóvember, 2015 - 13:00 - 15:00

Lífið sýning fyrir alla fjölskylduna í Tjarnarbíó. Sýningunni er lýst sem stórskemmtilegu drullumalli á mörkum leikhúss og myndlistar fyrir alla fjölskylduna.
Sýningin vann tvenn Grímuverðlaun á síðasta leikári, „Barnasýning ársins 2015“ og „Sproti ársins 2015“. Fjórar sýningar eru á dagskránni í leikhúsinu og eru þær á fínum tíma.
Tveir krakkar að leika
Leiksýningin fjallar um sköpunarkraftinn, vináttu og hringrás lífsins, þar sem unnið er með mold. Á einu plani er verið að búa til sögu um sköpun heimsins, hvernig landslag breytist í gegnum hamfarir og kraft náttúruafla, hvernig líf kviknar, hvernig fyrstu dýrin skriðu á land og goggunarröðina í náttúrunni – en á öðru plani má lesa úr þessari sömu leiksýningu einfalda sögu af tveimur krökkum að leik. Börnum sem uppgötva skugga sinn og sjálfa sig, finna mold í pokum og fara að drullumalla.
Leikhúsið 10 fingur, sem stendur að sýningunni, setti upp Skrímslið litla systir mín og hlaut fyrir það Grímuverðlaunin sem besta barnasýning ársins 2012.
Details
- Date:
- 15. nóvember, 2015
- Time:
-
13:00 - 15:00
- Event Category:
- Greiddir viðburðir
- Event Tags:
- Barnasýning, Höfuðborgarsvæðið, Leikhús, Reykjavík, Tjarnarbíó
Venue
- Tjarnarbíó
-
Tjarnargata 12
Reykjavík, Reykjavík 101 Iceland + Google Map
[ad name=“POSTS“]