
- This event has passed.
Bæjarbíó býður í bíó: Lína Langsokkur
20. febrúar, 2016 - 13:00 - 15:00

Bæjarbíó í Hafnarfirði hefur staðið sig vel í gegnum tíðina í barnasýningum. Oft hafa aðstandendur bíósins líka boðið upp á ókeypis bíósýningar.
Laugardaginn 20. febrúar verður boðið upp á eina af kvikmyndunum um grallaraspóann Línu langsokk klukkan 13:00. Sýningin er í tengslum við bóka- og bíóhátíðina í Hafnarfirði sem staðið hefur yfir í vikunni.
Hvað haldið þið að þessi síungi prakkari sem býr í húsinu Sjónarhóli er gamall? Lína er 70 ára en fyrstu bækurnar um hana komu út árið 1945. Í tengslum við afmælið setti Norræna húsið upp flotta sýningu um Línu og höfund hennar, Astrid Lindgren.
Nú fer hver að verða síðastur að skoða sýninguna því hún stendur til loka febrúar.
[ad name=“POSTS“]