
- This event has passed.
Aukasýning á Baldursbrá
13. september, 2015

Undirtektir áhorfenda voru afar góðar við Ævintýraóperunni Baldursbrá á dögunum. Óperan var frumsýnd 29. september og voru sýningarnar aðeins fjórar.
Nú er búið að bæta við aukasýningu sunnudaginn 13. september næstkomandi klukkan 16:00 í Hörpu.
Blóm í vandræðum
Í ævintýraóperunni segir frá blómi sem vill láta drauminn rætast um að sjá sólarlagið ofan af ásnum. Hennar bíða margvíslegar hættur, því á ásnum er bæði kalt og lítið vatn og stórhættulegur Hrútur eigrar þar um. Spói vinur Baldursbrár fær Rebba til þess að bera blómið upp á ásinn en sá er ekki trúaður á að blómið lifi ferðalagið af. Yrðlingar rebba eru á höttunum eftir hrútnum en tekst þeim að bjarga Baldursbrá frá bráðum bana þegar hann hyggst gæða sér á henni?
Höfundur texta er rithöfundurinn Böðvar Guðmundsson en Gunnsteinn Ólafsson er höfundur tónlistar og hljómsveitarstjóri.
[ad name=“POSTS“]