
- This event has passed.
Árbæjarsafn: Þjóðhátíðargleði á 17. júní
17. júní, 2016 - 13:00 - 16:00

Sannkölluð Þjóðhátíðargleði verður í Árbæjarsafni 17. júní 13:00-16:00.
Þjóðbúningar verða í aðalhlutverki og eru gestir hvattir til að mæta í eigin þjóðbúningum. Gestir Árbæjarsafns fá að sjá hvernig faldur, faldblæja og spöng eru sett upp og borin við skautbúning.
Um hhádegisbil munu meðlimir Fornbílaklúbbsins koma með bíla sína og hafa þá til sýnis til klukkan 16:00.
Ýmislegt fleira verður í boði.
Frítt inn fyrir börn yngri en 18 ára.
Árbæjarsafn er opið daglega í sumar frá klukkan 10:00-17:00.
[ad name=“POSTS“]