
- This event has passed.
Akranes: Írskir dagar
30. júní, 2016 - 3. júlí, 2016
Írskir dagar er skemmtileg árleg bæjarhátíð á Akranesi þar sem bæjarbúar minnast írskrar arfleifðar sinnar. Írskir dagar eru á Akranesi dagana 30. júní – 3. júlí 2016.
Á írskum dögum skreyta Skagamenn bæinn í fánalitum Írland, hengja upp skraut, setja upp leikrit, keppa í íþróttum, fara í sandkastalakeppni og margt fleira. Hápunkturinn er þegar rauðhærðasti Íslendingurinn er valinn.
Akranes er skemmtilegur bær og þar er margt að gera.
Langisandur á Akranesi er stórskemmtileg strönd og tilvalið að fara þangað að leika. Þið getið lesið um Langasand á Úllendúllen.
Nánari upplýsingar á Facebook-síðu Írskra daga.
[ad name=“POSTS“]