Loading Events

« All Events

  • This event has passed.

Safnahúsið: Ævintýraleg og ókeypis kortasmiðja

17. apríl, 2016 - 14:00 - 16:00

Hafið þið komið í Safnahús Þjóðminjasafnsins við Hverfisgötu?

Nú er sko tilefni!

Ævintýraleg kortasmiðja verður í Safnahúsinu á milli klukkan 14:00-16:00 sunnudaginn 17. apríl. Kortasmiðjan er ætluð bæði börnum og fullorðnum.

Þetta er þriðja smiðjan af fjórum sem fram fer á vorönn í tengslum við sýninguna Sjónarhorn en þær eru samstarfsverkefni Þjóðminjasafns og listkennsludeildar Listaháskóla Íslands.

Smiðjurnar í Safnahúsinu eru ókeypis og allt efni og áhöld til staðar. Það eru listkennslunemarnir Arite Fricke og Kristín Þóra Guðbjartsdóttir sem skipuleggja og leiða smiðjurnar í samstarfi við Jóhönnu Bergmann, safnkennara Þjóðminjasafnsins.

Hvernig kort eru þetta?

Fram kemur í tilkynningu frá Þjóðminjasafninu að kort geti verið vegvísar einsog fjársjóðskort eða hefðbundin borgar- og landakort.

Margt fleira má þó kortleggja  eins og gönguferðir katta að nóttu til þegar enginn sér til, sæskrímsli í hafinu umhverfis Ísland eða innihald ísskápsins á heimilinu.

Þátttakendur smiðjunnar eru hvattir til að kortleggja ímyndaða veröld eða sumarfrí fjölskyldunnar í máli og myndum. Kortin geta verið ýmisst upprúlluð eða flöt eða útfærð í óvenjulegum bréfbrotum sem spretta upp þegar þau eru opnuð.

Safnahús Þjóðminjasafnsins við Hverfisgötu sem hét áður Þjóðmenningarhúsið. MYND / Þjóðminjasafn

Safnahús Þjóðminjasafnsins við Hverfisgötu sem hét áður Þjóðmenningarhúsið. MYND / Þjóðminjasafn

[ad name=“POSTS“]