Loading Events

« All Events

  • This event has passed.

Borgarnes: Brákarhátíð í Borgarfirði

25. júní, 2016

Brákarhátíð er sumarhátíð Borgarbyggðar sem haldin er síðasta laugardag í júní. Hátíðin er tileinkuð Þorgerði Brák fóstru Egils Skallagrímssonar, sem bjó í Borgarfirði ásamt mýmörgum persónum úr Íslendingasögunum.

Á Brákarhátíðinni skreyta íbúar í Borgarnesi og Hvanneyri götur sínar í litum og skrauti ýmis konar í marga daga áður en stóri dagurinn rennur upp. Allir í bæjarfélaginu keppast við að eiga fallegustu götuna. Sum hverfi eru rauð, önnur gul og græn og þess háttar.

Ýmislegt hressandi verður í boði á Brákarhátíðinni þetta árið sem nær hámarki laugardaginn 25. júní. Í fyrramálið verður Brákarhlaup, sigling við Brákarsund, víkingaskart fyrir börnin, víkingahátíð og margt fleira. Hátíðin stendur fram á kvöld.

Aðstandendur Brákarhátíðarinnar halda úti flottri Facebook-síðu og má þar finna reglulega uppfærslur.

Dagskráin er svona:

09:00 – 09:30 Brákarhlaup
09:00 – 11:00 Siglingar við Brákarsund
09:30 – 11:00 Víkingaskart fyrir börnin
09:30 – 11:30 Dögurður við Brákarsund
10:00 – 18:00 Ljósmyndasýning leikdeildar Skallagríms
11:00 – 12:00 Víkingasögur
13:30 – 14:00 Skrúðganga
14:00 – 17:00 Víkingahátíð í Skalló
18:15 – 19:00 Kvöldganga
19:00 – 20:30 Miðaftanvaka í Englendingavík
23:00 – 03:00 Ball með Buff í Hjálmakletti

 

Details

Date:
25. júní, 2016
Event Category:
Event Tags:
, , , , , ,

Venue

Borgarnes
Borgarbraut 14
Borgarnes, Borgarbyggð 310 Iceland
+ Google Map

[ad name=“POSTS“]