
- This event has passed.
Hveragerði: Blóm í bæ
24. júní, 2016 - 26. júní, 2016

Hveragerði hefur um árabil verið bær blómanna. Það er þess vegna eiginlega sjálfsagt að þar sé haldin árlega garðyrkju- og blómasýningin „Blóm í bæ“. Nú verður hún haldin helgina 24.-26. júní. Fyrri sýningar hafa notið mikillar hylli og fjöldi gesta sótt hátíðina heim og notið þess sem í boði var.
Sýningarsvæðið er í alfara leið fyrir ferðamenn, aðeins í um 30 mínútna fjarlægð frá höfuðborgarsvæðinu. Fjöldi viðburða verður á sviði garðyrkju, umhverfismála, skógræktar og íslenskrar framleiðslu.
Nánari upplýsingar eru á vefsíðu Hveragerðisbæjar.
[ad name=“POSTS“]