Loading Events

« All Events

  • This event has passed.

Sólseturshátíð í Garðinum

23. júní, 2016 - 26. júní, 2016

Sólseturshátíðin er bæjarhátíðin í Garðinum. Hátíðin hefur verið haldin á hverju ári frá árinu 2005. Knattspyrnfélagið Víðir hefur verið framkvæmdaraðili hátíðarinnar fyrir bæjarfélagið síðan 2010.

Viljið þið vita meira um Garðinn? Úllendúllen skoðaði þennan skemmtilega bæ, fór í sund og lék sér á skemmtilegum stöðum.

Lesið um Garðinn á Úllendúllen.

Dagskráin er fjölbreytt og samanstendur af litlum viðburðum alla vikuna fyrir hátíðina, en aðalhátíðardagurinn er á laugardeginum og fer sú fjölskyldudagskrá fram við vitana og byggðarsafnið á Garðskaga.

Á meðal þess sem hægt er að gera á Sólseturshátíðinni eru stuttar gönguferðir, menningar- og sögutengd fræðsla fyrir börn og fullorðna, fjöruferð fyrir börnin, leiki og leiktæki, tónlistaratriði,  kveiktur verður varðeldur og haldnar málverkasýningar.

Á Garðskaga er góð aðstaða fyrir tjaldbúa, tjaldvagna og húsbíla. Snyrting, rennandi vatn og rafmagn er til staðar.

Nánar á vefsíðu Sólseturshátíðarinnar.

Details

Start:
23. júní, 2016
End:
26. júní, 2016
Event Category:
Event Tags:
, , , ,

Venue

Sveitarfélagið Garður
Sunnubraut 4
Garður, Garður 250 Iceland
+ Google Map

[ad name=“POSTS“]