
- This event has passed.
Fjölskylduhlaup og 1. maí hátíð VR
1. maí, 2016 - 11:00 - 14:00
VR stendur fyrir skemmtun og fjölskylduhlaupi á baráttudegi verkalýðsins 1. maí næstkomandi.
Hlaupið fer fram á Klambratúni klukkan 11:00 og verður hlaupið um 1,5 kílómetra skemmtilega leið í kringum túnið.
Ýmislegt skemmtilegt verður í boði í fjölskylduhlaupinu. Þar troða upp Jónsi í hljómsveitinni í Svörtum fötum, Íþróttaálfurinn, Sirkus Íslands og trúðurinn Wally stíga á stokk auk þess sem boðið verður upp á pylsur og gos.
Ekkert kostar að taka þátt í hlaupinu og fá allir verðlaunapening að því loknu.
Hlaupið er upphitun fyrir árlega kröfugöngu VR. Í boði er aukaupphitun fyrir gönguna. Hún felst í kröfuspjaldagerð á Klambratúni.
Gangan hefst við Hlemm klukkan 13:30.
[ad name=“POSTS“]