
- This event has passed.
Origamismiðja í Borgarbókasafni Grófinni
17. apríl, 2016 - 15:00 - 16:30

Sunnudagar eru barnadagar í Grófinni og frá september og fram í maí er alltaf eitthvað um að vera fyrir börn og fjölskyldur þeirra.
Á sunnudaginn 17. apríl verður smiðja í Origami með Jóni Víðis í Grófinni. Origamismiðjan hefst klukkan 15:00 og lýkur klukkan 16:30.
Origami er japönsk pappírslist sem hefur notið mikilla vinsælda á Vesturlöndum.
Origami gengur út á miserfið pappírsbrot sem eru svo endurtekin á ýmsan hátt eftir því hversu viðamikið verkefnið er. Ekkert þarf til nema pappír og skæri og hæfilegan skammt af þolinmæði. Það er stórskemmtilegt að reyna sig við að búa til þrívíðar fígúrur úr pappír.
[ad name=“POSTS“]