Loading Events

« All Events

  • This event has passed.

Sólheimasafn: Franska og Afríka fyrir börnin

19. mars, 2016 - 13:00 - 14:00

Heimsálfan Afríka og franska eru í sviðsljósinu í bókasafninu í Sólheimum laugardaginn 19. mars. Þennan dag er alþjóðadagur franska tungumálsins og verður börnum og fjölskyldum þeirra boðið í ljúft „ferðalag“ til Afríku. Leiðsögumaður er Sólveig Simha frönskukennari.

Allir eru velkomnir og þátttaka ókeypis. Kaffi á könnunni og franskt kex í boði.

Fram kemur á vef Borgarbókasafns að Sólveig mun kynna þjóðsagnaheim álfunnar og segja frá héranum Leuk á íslensku og frönsku.

Hver er hérinn Leuk?

Hérinn Leuk er fræg þjóðsagnapersóna í Vestur – Afríku, hann er brögðóttur, kænn, ævintýragjarn og skemmtilegur.

Sólveig mun einnig kynna Léopold Sédar Senghor, rithöfund og síðar forseta Senegal, en hann safnaði saman ýmsum sögum um Leuk og gaf út á bók fyrir börn í þeim tilgangi að kenna þeim frönsku, ekki síst til að varðveita þennan skemmtilega sagnaheim.

Til þess að komast til Afríku þarf farartæki og því verður hægt að föndra bæði báta og flugvélar.

Venue

Sólheimasafn
Sólheimum 27
Reykjavík, Reykjavík 104 Iceland
+ Google Map

[ad name=“POSTS“]