
- This event has passed.
Borgarbókasafn: Ævar talar um lestur með börnum
29. febrúar, 2016 - 07:15 - 18:00

Ævar Þór Benediktsson, leikari og rithöfundur, flytur erindi um lestraruppeldi barna í Borgarbókasafninu í Spönginni hlaupaársdaginn 29. febrúar á milli klukkan 17:15-18:00. Erindið mun meðal annars fjalla um lestur, bækur fyrir börn og reynslu Ævars af lestrarhvatningu.
Vissuð þið að Ævar las þjóðsögurnar í æsku og valdi þær draugalestustu? Ævar hefur rætt við okkur hjá Úllendúllen um bækurnar í lífi sínu. Hvað sagði Ævar?
Í leiðinni er röð fræðandi og skemmtilegra fyrirlestra sem fram fer í Borgarbókasafninu Spönginni síðasta mánudag í hverjum mánuði. Fleiri viðburði í Spönginni má kynna sér hér: http://borgarbokasafn.is/
Hver er Ævar?
Ævar Þór Benediktsson útskrifaðist sem leikari frá leiklistardeild Listaháskóla Íslands árið 2010 og hefur síðan verið athafnamikill á sviði barnamenningar og unnið á ýmsan hátt að lestarhvatningu barna. Frá útskrift úr LHÍ hefur hann leikið ýmis hlutverk, m.a. Lilla Klifurmús í Dýrunum í Hálsaskógi í Þjóðleikhúsinu, og talsett fjöldann allan af teiknimyndum. Hann var um tíma einn af þáttastjórnendum barnaþáttanna Vitans og Leynifélagsins á Rás 1 auk þess skrifað regluleg innslög fyrir Stundina okkar ásamt því að skrifa þættina um Ævar vísindamann. Hann hefur gefið út fimm barnabækur: Glósubók Ævars vísindamanns, Umhverfis Ísland í 30 tilraunum, Þín eigin þjóðsaga, Risaeðlur í Reykjavík og Þín eigin goðsaga.
[ad name=“POSTS“]