
- This event has passed.
Borgarsögusafn: Frítt inn á öll söfnin!
25. febrúar, 2016 - 26. febrúar, 2016

Heilmikið er um að vera fyrir fjölskylduna á Borgarsögusafni í vetrafríinu. Frítt verður fyrir fullorðna í fylgd barna á öllum söfnum bæði fimmtudag og föstudag.
Um helgina gilda svo venjulegir opnunartímar og því lokað á Árbæjarsafni um helgina.
Árbæjarsafn
Opið 13:00 til 16:00, fimmtudag og föstudag. *
Lokað um helgina.
Komdu, skoðaðu og leiktu þér! Sýningarnar Komdu að leika og Neyzlan verða opnar báða dagana! Þar að auki verður hægt að fara í skemmtilegan útiratleik um safnsvæðið.
Landnámssýningin í Aðalstræti
Opið 09:00 til 20:00 báða dagana*
Rúnaratleikur – reyndu að leysa ráðgátuna með því að rýna í fornar rúnir. Skemmtilegur og fræðandi ratleikur.
Litað og ritað – Fjölskyldur geta sest niður, litað og teiknað, ritað rúnir og ýmislegt fleira.
Sjóminjasafnið í Reykjavík
Opið 10:00 til 17:00 báða dagana*
Teiknismiðja – tilvalið fyrir fjölskylduna að setjast niður eftir að hafa skoðað safnið, og láta sköpunargáfuna taka völdin.
Sjóræningjakort – Hægt er að nálgast kort sem leiðir gesti í gegnum safnið í leit að ýmsum safnagersemum.
Ljósmyndasafn Reykjavíkur
Opið fimmtudag 12:00-19:00 og föstudag 12:00-18:00
Alltaf frítt inn!
Myndaþraut – Áhugaverð þraut í tengslum við sýningu Friðgeirs Helgasonar á safninu, þar sem smáatriði ljósmynda eru í fókus.
13:00 – 15:00 fimmtudag og föstudag – Þeir sem leysa myndaþrautina geta fengið Polaroid mynd af sér! Grímur verða til staðar fyrir þá sem vilja ná hinum sanna myndavélasvip!
[ad name=“POSTS“]