
- This event has passed.
Gerðuberg: Heimsdagur barna og víkingar í vetrarfríi
27. febrúar, 2016 - 13:00 - 16:00
Heimsdagur barna er í dag. Borgarbókasafn býður af því tilefni upp á margskonar skemmtun í anda víkinga.
Heimsdagur barna, sem er orðinn fastur liður í menningarlífi borgarinnar og hefur verið haldinn í Gerðubergi frá 2005. Í fyrra var sú breyting að smiðjur voru einnig í Borgarbókasafninu Sólheimum, Kringlunni og Spönginni. Í ár er dagurinn haldinn þegar grunnskólanemendur í Reykjavík eru í Vetrarfríi og ættu allir aldurshópar að finna eitthvað spennandi við sitt hæfi.
Dagskráin í Gerðubergi
Á leið í víking
Á ferðum sínum frá Gunnarshólma til Konstantínópel börðust víkingar við hinar ýmsu þjóðir. Komdu og lærðu bardagalist, víkingahefðir og skylmingar með Theódóri og öðrum vönum víkingum sem standa að víkinganámskeiði hjá Klifinu.
Vopnasmiðja víkinganna
Enginn fer til orrustu nema vel vopnaður og tilbúinn til landvinninga. Þá er barist til síðasta manns og engar málamiðlanir gerðar. Bera sigur af hólmi ellegar vist í Valhöll! Vanir víkingar kenna krökkum handtökin.
Víkingaklæðagerð
Viltu líkjast þínum uppáhaldsvíkingi, í fagurskreyttum víkingabúningi? Í búningasmiðju verða krakkar tilbúnir í slaginn!
Skart & skraut
Komdu og búðu til þína eigin skartgripi í víkingastíl með rúnum. Víkingar trúðu að rúnir gætu tryggt vernd og gott gengi í ástum og bardögum.
Minningarnar lifa!
Víkingar rituðu minningar sínar á skinn en í Gerðubergi mun ljósmyndari sjá um að fanga augnablikið. Klæddu þig í víkingaskrúðann og fáðu mynd af þér í víkingaheimi! #heimsdagur
Hrafnagaldur | Tónlist og frásagnarlist
Rímur og vísur voru kveðnar á kvöldvökum víkinganna til forna. Hljómsveitin Hrafnagaldur mun setja stemmninguna með miðaldatónum.
Bardagagreiðsla
Víkingar og valkyrjur fóru vel útbúnar í bardaga, og nauðsynlegt var að flétta niður fagra hárflóka fyrir átökin. Nútíma valkyrjur verða á staðnum og sjá um að flétta alla þá sem þora.
Sleipnir fer á flug!
Óðinn reið um himingeima á hinum áttfætta hesti Sleipni. Við vitum ekki með Óðin sjálfan en Sleipnir mun ekki láta sig vanta í fjörið í Gerðubergi og taka börn með sér á hugarflug. Smiðjan verður opin allan tímann, en Sleipnir sjálfur mætir á staðinn í sögustund klukkan 14:00
Details
- Date:
- 27. febrúar, 2016
- Time:
-
13:00 - 16:00
- Event Category:
- Ókeypis viðburðir
- Event Tags:
- Borgarbókasafn, Gerðuberg, Heimsdagur barna, Höfuðborgarsvæðið, Reykjavík, Vetrarfrí
- Website:
- http://borgarbokasafn.is/is/content/heimsdagur-barna-%C7%80-vetrarfr%C3%AD-%C3%AD-ger%C3%B0ubergi
Venue
- Gerðuberg Menningarhús
-
Gerðuberg 3-5
Reykjavík, Höfuðborgarsvæðið 111 Iceland + Google Map - Phone:
- 411 6170
- Website:
- http://www.borgarbokasafn.is/
[ad name=“POSTS“]