
- This event has passed.
Gerðuberg: Leiksmiðja um litla og stóra skrímsli
13. febrúar, 2016 - 14:00 - 15:00

Leikkonan Ólöf Sverrisdóttir leiðir stutta leiklistarsmiðju fyrir börn á aldrinum 5-8 ára þar sem leikið verður með þemu úr bókunum um litla og stóra skrímsli. Í bókunum koma fyrir góðar og erfiðar tilfinningar í samskiptum skrímslanna.
Fram kemur á vef Borgarsafnsins að leiklistarsmiðjan verður spunasmiðja byggð á brotum úr bókunum. Í lokin setja börnin upp lítinn leikþátt í skrímslaheiminum.
Leiklistarsmiðjan hefst kl 14:00 og stendur í um klukkutíma.
Sýning um skrímslin í Gerðubergi er opin frá 13-16 líkt og bókasafnið og kaffihúsið.
Skráning í leiklistarsmiðjuna skal senda til olof.sverrisdottir@reykjavik.is
Leiklistarsmiðjan verður endurtekin laugardaginn 2.apríl með sama sniði.
[ad name=“POSTS“]