
- This event has passed.
Fjölskyldustund í menningarhúsum í Kópavogi
16. janúar, 2016 - 13:00 - 16:00
Laugardagarnir verða fjölskyldudagar í menningarhúsunum í Kópavogi á milli klukkan 13-16 í vetur og til loka maí. Þetta er nýbreytni í bænum.
Boðið verður upp á fjölbreytta menningartengda viðburði, svo sem listsmiðjur, upplestur, tónleika og fleira fyrir börn og unglinga.
Viðburðir verða ýmist í Gerðarsafni, Bókasafni Kópavogs, Náttúrufræðistofu Kópavogs eða í Salnum.
Þátttakan í menningarhúsunum í Kópavogi er ókeypis.
Dagskráin í menningarhúsunum liggur ekki fyrir. Hún verður auglýst tímanlega á vef Kópavogsbæjar.
Menning í Kópavogi
Tilgangur fjölskyldustundar menningarhúsa bæjarins er að efla menningarfræðslu fyrir börn og ungmenni og gefa þeim tækifæri til að upplifa, læra og skilja menningu, vísindi og listir og að tjá sig í gegnum listir og skapandi greinar, að því er segir í tilkynningu frá Kópavogsbæ. Um leið er verið að kynna þá fjölbreyttu starfsemi sem fram fer í menningarhúsum Kópavogsbæjar allan ársins hring. Milli þeirra er verið að þróa skemmtilegt útivistarsvæði og skammt frá er svo Sundlaug Kópavogs.
Kópavogur er málið á laugardögum.
[ad name=“POSTS“]