Loading Events

« All Events

 • This event has passed.

Gaman að endurnýta á nýtniviku

21. nóvember, 2015 - 28. nóvember, 2015

Samevrópsk nýtnivika stendur nú yfir. Markmiðið er að draga úr myndun úrgangs og hvetja fólk til að nýta hluti betur og endurnýta aðra. Nýtnivikan er hugsuð til þess að vekja fólk til vitundar um nauðsyn þess að draga úr magni úrgangs m.a. með því að lengja líftíma hluta, samnýta hluti og stuðla almennt að því að hlutir öðlist framhaldslíf frekar en að enda sem úrgangur.

Býttifatamarkaður í Kringlusafni

Borgarbókasafnið tekur þátt í nýtnivikunni og verður hægt að koma við í Grófinni með garnafganga og hekla saman fallegt teppi eða fara á býttifatamarkað í Kringlusafni 28. nóvember frá kl. 13-17.  Einnig verður hægt að nálgast þar ýmsar bækur með hugmyndum um hvernig hægt er að nýta afganga í eigulega hluti og skiptibókamarkaður.

Fram kemur á vef Borgarbókasafnsins að þetta er í fjórða sinn sem Nýtnivikan fer fram hér á landi og er þema vikunnar að þessu sinni Afefnisvæðing – að gera meira fyrir minna.

Fjölmargir viðburðir eru haldnir í tengslum við nýtnivikuna sem allir geta haft gaman af að taka þátt í. Við höfum tínt til nokkra viðburði sem geta gagnast fjölskyldum:

 • Græn bók – góð bók, skiptimarkaður. Skiptibókamarkaður Borgarbókasafns Reykjavíkur á öllum stöðum á opnunartíma. Gestir geta komið með bækur sem þeir eru búnir að lesa og finnst skemmtilegar og leyfa öðrum að njóta. Skilyrði er að þær séu vel með farnar, hreinar og áhugaverðar.
 • Heklum teppi Gestir geta komið með garnafganga til að hekla fallegt teppi. Leggðu lykkju á leið þína og komdu við á handavinnutorgi Borgarbókasafns í Grófinni og leggðu þitt af mörkum í nýtniteppið á opnunartíma. Einnig hægt að nálgast ýmsar bækur með ýmsum hugmyndum um hvernig hægt er að nýta afganga í eigulega hluti.

MÁNUDAGUR 23. NÓVEMBER

 • Nýtniamman – Facebook leikur Fésbókarleikur Reykjavíkurborgar þar sem keppst verður við að finna besta nýtniráðið fyrir Nýtniömmuna. Besta ráðið verður verðlaunað 1. desember með verðlaunum í anda Nýtnivikunnar.
 • Gefum upplifun – Facebook leikur Facebook leikur Umhverfisstofnunnar þar sem óskað er eftir hugmyndum að gjöfum í formi upplifunar. Á föstudaginn 27. nóvember verður síðan dregið úr hugmyndunum og vinningshafinn fær 20.000 kr. gjafabréf í Þjóðleikhúsið frá Umhverfisstofnun.

MIÐVIKUDAGUR 25. NÓVEMBER

 • Swap till you drop Skiptifata- og bókamarkaður. Það er óþarfi að henda hlutum sem þú þarft ekki lengur. Leyfðu fötunum sem þú ert orðin þreytt á og bókunum sem þú ert búin að lesa að finna nýja eigendur og nældu þér í eitthvað spennandi í leiðinni.
  • Hvenær: kl. 16:30 – 19:30.
  • Hvar: Loft Hostel, Bankastræti 7.

FÖSTUDAGUR 27. NÓVEMBER

 • Kynning á forrannsókn um matarsóun Reykvíkinga Kynning á forrannsókn sem Landvernd hefur unnið að á matarsóun í Reykjavík í samstarfi við Reykjavíkurborg.
  • Hvenær: kl. 12:00 – 13:30.
  • Hvar: Reykjavíkurborg Borgartún 12 – 14, Kerhólar 7. hæð.

LAUGARDAGUR 28. NÓVEMBER

 • Nýtum, notum og njótum Viðburður Rauða Krossins og Vakandi um endurnotkun og enduvinnslu fatnaðar. Fatamarkaður, tískusýning, tónlistaratriði, stutt erindi og skemmtun fyrir börnin.
  • Hvenær: kl. 13:00 – 16:00.
  • Hvar: Ráðhús Reykjavíkur.
 • Býttifatamarkaður í Borgarbókasafninu Kringlunni Komdu með flíkurnar sem ekki eru lengur í notkun og fáðu „nýjar“ í staðinn. Tekið verður á móti fötum, skóm og fylgihlutum alla vikuna en markaðurinn sjálfur fer fram laugardaginn 28. nóvember. Það verður heitt á könnunni.
  • Hvenær: kl. 13:00 – 17:00
  • Hvar: Borgarbókasafnið Kringlunni, við Listabraut.

Details

Start:
21. nóvember, 2015
End:
28. nóvember, 2015
Event Category:
Event Tags:
, , , ,

[ad name=“POSTS“]