Eurovision: Íris kann gott partítrikk!

Måns Zelmerlöw on stage at the end of the show. MYND / Thomas Hanses (EBU)

Måns Zelmerlöw fagnaði gríðarlega þegar hann bar sigur úr býtum í Austurríki og tryggði Svíum sigur í Eurovision árið 2015 með laginu Heroes. MYND / Thomas Hanses (EBU)

Margir koma saman framan við sjónvarpið annað kvöld, fylgjast spenntir með úrslitakvöldi Söngvakeppninnar og styðja sína keppendur. Sex lög eigast við og eru sumir Eurovision nördar orðnir ansi spenntir.

Hitað upp fyrir keppnina

Upphitun fyrir Söngvakeppnina hefst á RÚV klukkan 19:45. Þá munu þeir Fannar Sveinsson og Benedikt Valsson ræða við góða gesti í anddyri Laugardalshallar þar til bein útsending frá úrslitakvöldinu í Söngvakeppninni hefst kl. 20:00.

En hvernig á að gera gott Eurovision partý?

Íris Davíðsdóttir kann gott ráð til að gera partýið frábært. Hún hefur meðlimur í FÁSES – Félagi áhugafólks um söngvakeppni evrópskra sjónvarpsstöðva og hefur farið í mörg Eurovision partýin, bæði með og án barna.

Veðjið á rétta lagið!

Íris Davíðsdóttir

Íris Davíðsdóttir hefur farið í mörg Eurovision partý.

Íris segir góða hugmynd að búa til kosningablöð. Nóg er að nota hvít vélritunarblöð. Gerið línur fyrir þá þau sex lög sem flutt verða á íslenska úrslitakvöldinu. Partýgestir eiga síðan að giska á það hvaða tvö lög af þeim sex sem keppa verða efst í valinu. Ástæðan fyrir því er sú að á úrslitakvöldinu 20. febrúar verður aðeins greint frá því hvaða tvö lög verða í efstu sætum. Annað þeirra verður síðan framlag Íslands í Söngvakeppni evrópskra sjónvarpsstöðva í Svíþjóð í maí.

Verðlaunin eru eitthvað einfalt og skemmtilegt sem kostar ekki hálfan handlegg. Tilvalið er að sigurvegari fái að velja hvað verður í kvöldmat einn dag vikunnar eftir að úrslitin liggja fyrir.

Fleiri ráð koma síðar

Íris reynir sjálf alltaf að hafa Eurovision partý eða komast í eitt slíkt og er gjarnan tilbúin með atkvæðaseðlana þegar gestir koma.

Laugardagskvöldið 20. febrúar er engin undantekning. Íris er nefnilega búin að tryggja sér miða á úrslitakvöldið Söngvakeppninnar hér á landi og verður hún í Laugardalshöll með öðrum sona sinna þar sem herlegheitin fara fram. Búast má við heljarinnar stuði í Laugardalshöll en á úrslitakvöldinu koma fram tveir fyrrverandi sigurvegarar í Eurovision, þær Sandra Kim frá Belgíu og Loreen frá Svíþjóð.

Góða skemmtun!

Þegar nær dregur aðalkeppninni mun Íris veita fleiri góð ráð fyrir fjölskyldupartýið.

Flytjendur og lögin

Til að auðvelda ykkur að útbúa atkvæðaseðla eru hér nöfn laga og flytjenda á úrslitakvöldinu.

Á vefsíðu sem RÚV hefur búið til fyrir söngvakeppnina má finna ýmsar upplýsingar um lög og flytjendur og lesa texta laganna bæði á íslensku og ensku.

Deilið þessu:

Skildu eftir svar

Vinsamlegast láttu rétt nafn og netfang fylgja með athugasemd