Nú er heldur betur farið að styttast í jólin. Stressið alveg að drepa mann og nóg að gera. Fjölskyldan getur alveg skemmt sér við það að fara saman í búðir að velja eitthvað saman handa ömmu og afa eða Siggu frænku og Frikka frænda eða hvað allir þessir ættingjar heita nú aftur sem á að gefa gjöf um jólin.
Mörgum finnst auðvitað hundleiðinlegt að kaupa jólagjafir. En það má alveg líta á jólagjafainnkaup sem leik þar sem hver og einn á að koma með fimm hugmyndir að jólagjöfum handa hverjum og einum sem á að gefa. Allir í fjölskyldunni skrifa niður hvað þau hafa fundið handa hverjum og einum á blað og koma síðan saman til að bera saman bækur sínar. Leikurinn þjálfar heilann, skrift og skipulagningu. Þar fyrir utan er gaman að gera eitthvað saman.
Fyrir utan jólastútt og gjafainnkaup handa fjölskyldunni þá er hellingur af afþreyingu og uppákomum í boði fyrir fjölskyldufólk út um allar koppagrundir alla helgina og alveg fram að aðfangadag. Engum ætti að leiðast.
Svona er helgin
Þetta er í boði alla helgina:
- Safnahúsið við Hverfisgötu – Sýning á jólatrjám síðan í gamla daga
- Ráðhúsið í Reykjavík – Kvikmyndin um Doktor Proktor og Prumpuduftið sýnd tvisvar á dag. Ókeypis í bíó
- Þjóðminjasafnið – Íslensku jólasveinarnir koma til byggða
Laugardagur
- Norræna húsið – Ferlega skemmtileg jólahátíð barnanna
- Norræna húsið – Jólaverkstæði
- Heiðmörk – Jólamarkaður og jólatrjáasala
- Bókasafn Garðabæjar – Ævar Þór kemur og les upp úr Ævintýrabókinni
- Gerðarsafn í Kópavogi – Listasmiðja fyrir skapandi fjölskyldur
- Íslandsbanki – Leikritið um pönnukökuna
Sunnudagur
- Jól á Árbæjarsafni
- Kex Hostel – Hugguleg fjölskylduskemmtun á Heimilislegum sunnudegi
- Borgarbókasafnið í Grófinni: Hvernig á að pakka inn jólagjöfum?
Þið finnið alltaf alla viðburði í viðburðadagatali ullendullen.is.