Hjól í sól – drífið ykkur út að hjóla í sólinni

Hjól í Reykjavík

Hjól eru til þess að nota þau, sérstaklega þegar veðrið er gott og sólin skín

Það er gaman að fara út að hjóla. Hjólastígar eru allt í kringum Reykjavík og á ýmsum stöðum á milli hverfa. Það er frábært fyrir fjölskyldur að ná í hjól í geymsluna eða skúrinn og skjótast eftir fjölmörgum hjólastígum borgarinnar.

Sex áningarstaðir eru nú við stígakerfið, þar sem vegfarendur geta kastað mæðinni og notið útsýnisins, skoðað göngu- og hjólastígakort fyrir höfuðborgarsvæðið og gripið í nesti. Staðsetning áningarstaða er valin með tilliti til hvar þeir koma flestum til góða, en ekki síður hvernig tekið er á móti ferðamönnum sem koma hjólandi að borgarmörkum og þeim vísað af umferðaræðum inn á stígakerfi borgarinnar.

Fram kemur á vef Reykjavíkurborgar að göngu- og hjólastígakerfið í borginni er unnið eftir danskri fyrirmynd og er byggt upp á sama hátt og númerakerfi íslenska vegakerfisins. Númerakerfið er sameiginlegt fyrir allt höfuðborgarsvæðið og reyndar er mögulegt að nota það fyrir göngu- og hjólastíga á landinu öllu.

Ef þið viljið leita að sérstökum hjólaleiðum í borginni er tilvalið að skoða Hjólavefsjánna. Það er gagnvirkur vefur sem sýnir allar hjólaleiðir í Reykjavík.

 

[ad name=“POSTS“]

Deilið þessu:

Skildu eftir svar

Vinsamlegast láttu rétt nafn og netfang fylgja með athugasemd