Er Netflix líka fyrir krakka?

Það er úr nægu að velja fyrir kósíkvöldin. Grease er auðvitað frábær mynd fyrir alla.

Það er úr nægu að velja fyrir kósíkvöldin á Netflix. Þar má finna Grease, sem er frábær mynd fyrir alla fjölskylduna.

Allir eru að tala um efnisveituna Netflix þessa dagana. Ástæðan er auðvitað sú að Ísland var loksins að bætast í hóp þeirra landa sem geta notað Netflix án þess að fara krókaleiðir til að nýta þjónustuna. Netflix er flott þjónusta fyrir fjölskylduna enda má þar finna mýgrút af efni fyrir kósí föstudagskvöld og setja upp sérstaka krakkagátt en þar er aðeins að finna efni sem börn mega sjá.

Risastór vídeóleiga

En hvað er þetta Netflix? Í mjög einfölduðu máli er Netflix eins og risastór vídeóleiga á netinu. Eins og á öllum góðum leigum kemur nýtt efni reglulega inn á meðan annað er tekið út. Þeir sem vilja finna svolítið öðruvísi gæðaefni en auglýst er á forsíðu Netflix geta auðvitað fundið gullmola. Alveg eins og á gömlu góðu vídeóleigunum.

Hægt er að stilla á sérstaka krakkagátt á Netflix en þar er ekki boðið upp á bannaðar myndir.

Hægt er að stilla á sérstaka krakkagátt á Netflix en þar er ekki boðið upp á bannaðar myndir.

Hvað kostar Netflix?

Þrjár áskriftaleiðir eru í boði á Netflix. Allar leiðirnar veita fyrsta mánuðinn ókeypis og ótakmarkaðan aðgang að efni Netflix. Einfaldasta og ódýrasta leiðin kosta 1.134 krónur á mánuði eða 7,99 evrur. Í ódýrustu leiðinni er ekki mögulegt að sjá myndir í háskerpu. Í næstódýrustu leiðinni, 9,99 evrur á mánuði eða 1.418 krónur, er boðið upp á myndir í háskerpu. Sömuleiðis er hægt að nýta þjónustuna fyrir tvö sjónvörp. Þessi leið ætti að henta flestum þótt sumir láti sér ódýrustu leiðina nægja. Ef þið viljið nánari útlistun þá hefur Haraldur uppfinningamaður hjá Nova tekið saman gagnlegar upplýsingar.

Hvað þarf til að horfa á Netflix?

Sum nýjustu sjónvörpin á markaðnum í dag eru með innbyggð öpp. Þetta eru svokölluð SMART-sjónvörp. Flestir nota þó Apple TV til að nálgast efni Netflix, leikjatölvu á borð við Playstation 3 og Playstation 4 eða venjulegar spjald-, far- eða borðtölvur. Sömuleiðis er hægt að horfa á Netflix í snjallsímum.

Talsett og textað?

Við á Úllendúllen veltum því auðvitað fyrir okkur hvort barnaefni á íslenska aðganginum að Netflix sé textað og hugsanlega talsett. Það er auðvitað vel ef sú er raunin fyrir jafn fámennt land og Ísland.

Sverrir Björgvinsson, ritstjóri tæknibloggsins Einstein.is, segir í viðtali við fréttavef Morgunblaðsins, lítið um íslenskt sjónvarpsefni á Netflix enn sem komið er. Eins sé lítið efni textað og barnaefnið ekki talsett. Hann býst við að úr því verði bætt þegar fram líða stundir enda sé barnaefni talsett á Netflix á hinum Norðurlöndunum.

Poppum á kósíkvöldi

Á meðan beðið er eftir íslenskum texta og tali þá getið þið horft á allt efni á Netflix með enskum texta og texta á nokkrum öðrum tungumálum.

Mörg börn eru auðvitað vön því að horfa á textalaust efni á Cartoon Network og YouTube. Texti, þótt enskur sé, bætir heilmiklu við enda geta börnin séð erlendu orðin og lært að tengja talað mál saman við skrifuð orð í ensku. Textinn gerir líka þeim fullorðnu auðveldara um vik að lesa samtölin og þýða fyrir börnin á kósíkvöldunum.

Nú er bara að poppa og finna skemmtilega mynd á Netflix fyrir kósíkvöldið.

Deilið þessu:

Skildu eftir svar

Vinsamlegast láttu rétt nafn og netfang fylgja með athugasemd