Marga krakka langar á drauganámskeið Markúsar í sumar

Markús Már Efraím les úr hryllingssagnabókinni Eitthvað illt á leiðinni er.

Markús Már Efraím les úr hryllingssagnabókinni Eitthvað illt á leiðinni er.

Hryllingssögur barna slógu í geg þegar þær komu út i bókinni Eitthvað illt á leiðinni er í fyrra. Markús Már Efraím sem kenndir börnunum að skrifa hryllingssögurnar og gaf bókina út verður með nýtt og spennandi námskeið fyrir börn í sumar.

„Vegna mikillar eftirspurnar er ég að fara að kenna draugasögunámskeið í Klifinu í Garðabæ,“ segir Markús Már en hann telur mikilvægt að kenna börnum ritlist svo þau geti notið þess sem leynist í rituðu máli. Hryllingurinn sé lykillinn að því að læra að njóta að semja og læra að lesa.

„Það er mikið metnaðarmál hjá mér að efla læsi barna og þetta er ein leið til þess að kveikja áhugann hjá þeim,“ segir hann.

Námskeið sem slógu í gegn

Markús Már hefur unnið lengi með börnum og kennt þeim ritlist á frístundaheimili og Kjarvalsstöðum. MYND / Grímur Kolbeinsson

Markús Már hefur unnið lengi með börnum og kennt þeim ritlist á frístundaheimili og Kjarvalsstöðum. MYND / Grímur Kolbeinsson

Þetta eru fimm vikulöng námskeið fyrir 8-10 ára krakka og 10-13 ára krakka. Eitt námskeiðanna verður haldið í Gerðuberg í Breiðholti.

Ritsmiðjur Markúsar Más slógu rosalega í gegn í fyrra. Ritlistanámskeið sem hann hélt fyrir börn á Kjarvalsstöðum voru afskaplega gagnleg og skemmtileg og námskeið fyrir börn í ritlist og skapandi hugsun á frístundaheimilum frístundamiðstöðvarinnar Kamps í Reykjavík ól af sér bókina Eitthvað illt á leiðinni er.

Mikið að gera hjá Markúsi

Ritsmiðjur Markúsar fengu á dögunum Hvatningarverðlaun skóla- og frístundaráðs Reykjavíkur auk þess sem hann hlaut styrk úr Nýsköpunarsjóði námsmanna til að skrifa kennslubók í draugasögugerð fyrir krakka.

Bókina mun Markús Már vinna samhliða því að halda draugasögunámskeiðin fyrir börnin.

Á námskeiðum Markúsar í sumar verður sköpunarkraftur barna virkjaður og ímyndunarafli þeirra gefinn lausur taumur. Þau takast á við skrímsli, drauga og eigin ótta og vinna úr honum á skapandi hátt. Farið verður í gegnum helstu reglur og aðferðir ritunar í gegnum lestur draugasagna og fær hver nemandi aðstoð við að þróa eigin sögu á námskeiðinu.

Svona eru námskeiðin

Námskeiðin eru vikulöng frá mánudegi til föstudags eftir hádegi frá kl. 13-16

  • A:  13.-16. júní    Aldur: Börn fædd 2007 – 2005  – Garðabær*
  • B:  20.-24. júní    Aldur: Börn fædd 2005 – 2003  – Garðabær
  • C:  27. júní – 1. júlí   Aldur: Börn fædd 2007-2005 – GERÐUBERGI Reykjavík
  • D:  8.-12. ágúst   Aldur: Börn fædd 2005-2003 – Garðabær
  • E:  15.-19. ágúst   Aldur: Börn fædd 2007-2005  – Garðabær

Markús vekur athygli á því að námskeið A er eingöngu fjórir dagar og kostar 18.900 krónur.

Nú er um að gera og skrá börnin á námskeið í draugasagnagerð.Illegal drugs a growing problem in United States

Deilið þessu:

Skildu eftir svar

Vinsamlegast láttu rétt nafn og netfang fylgja með athugasemd