Viðtal: Daníel hjá Vodafone notar Hopster

Vörustjórinn Daníel bregður á leik.

Vörustjórinn Daníel bregður á leik.

Daníel Traustason, vörustjóri hjá Vodafone, á veg og vanda að samningi Vodafone við bresku efnisveituna Hopster. Vodafone byrjar að dreifa efni Hopster nú um helgina. Þýðing á appi Hopster fyrir íslenska notendur stendur yfir og er gert ráð fyrir að hægt verði að nota það snemma á næsta ári. Sömuleiðis er búið að búa til Hopster-vefsíðu fyrir Vodafone á íslensku. Á Hopster er lögð áhersla á lærdómsríkt og vandað efni fyrir börn. Allt efnið er með íslensku tali svo yngstu börnin skilji fullkomlega um hvað málið snýst.

Börnin horfa á Bubba 

Það er auðvitað nærtækast að spyrja Daníel hvort hann og fjölskylda hans nýti sér efnið frá Hopster og hvort þau horfi saman á það.

Hann segir svo vera. Sonur hans, Róbert Viðar, sem er fjögurra ára, og Embla Sóley, sem er tveggja ára, hafi prófað Hopster í nokkra mánuði. Þau horfi meðal annars á Bubba byggi og Tomma lest.

App frá Hopster fylgir með í Vodafone Play. Það er lagað að íslenskum markaði og er von á að þeirri vinnu ljúki snemma á næsta ári. Vodafone hefur búið til Hopster-síðu á íslensku þar sem skoða má meira efni.

„Appið kemur til leiks en í lok hvers þáttar eru þar þroskandi leikir sem örva ímyndunarafl og sköpunargleði barnanna. Þar er þeim sem dæmi kennt að skrifa bókstafina, fyrstu stig stærðfræði og margt margt fleira. Boðskapur þáttanna er einnig góður, meðal annars um tilfinningar barna. Það er auðvelt að ræða saman um það,“ segir Daníel.

Hopster Vodafone portal

Hopster-valmyndin í sjónvarpsþjónustu Vodafone.

Hellingur af fræðandi efni

Í tilkynningu frá Vodafone segir að efni Hopster samanstandi af hundruð teiknimynda úr vinsælum þáttarröðum sem sérfræðingar hafi valið. Sérfræðingarnir eru þroskaþjálfar, uppeldisfræðingar og Samtök heimilis og skóla í Bretlandi og fleiri. Efnið er byggt á sérstakri námsskrá efnisveitunnar fyrir unga áhorfendur frá tveggja ára aldri.

Tommi lest og vísur

Vodafone segir Hopster njóta mikilla vinsælda í Bretlandi enda gangi hugmyndafræði efnisveitunnar út á að hjálpa börnum að læra og fræða þau á sama tíma og þau horfi á skjáinn.

Á meðal þátta á Hopster eru Tommi lest, Pingu, Bubbi byggir og Vinabær Danna tígurs. En þetta er aðeins lítið brot af gríðarmiklu úrvali. Svo eru líka barnavísur sem Hafdís Huld syngur.

Deilið þessu:

Skildu eftir svar

Vinsamlegast láttu rétt nafn og netfang fylgja með athugasemd