Breiðholt: Gaman að veiða hornsíli við Hólmasel

Jón Tumi Jónsson er aflakló! MYND / Beta

Jón Tumi Jónsson er aflakló! MYND / Beta

Munið þið hvað það var gaman að veiða hornsíli í lækjum og litlum tjörnum þegar þið voruð lítil? Fyrir ofan Hólmasel í Breiðholti er pollur og þar er krökkt af stórum og smáum sílum.

Breiðhyltingar þekkja pollinn vel og hafa margir farið þangað í gegnum árin í sína fyrstu veiðiferð með háf og krukku. Í pollinum eru steinar sem hægt er að tipla á til að komast út í hólma í miðjum pollinum.

Það er gott ráð þegar þið farið á hornsílaveiðar að setja vatn í krukkuna sem þið setjið sílin í og gera göt á lokið. En hvað á að gefa hornsílunum að borða? Prófið að setja söl í krúsina.

Hólmasel er frábært útivistarsvæði í Breiðholtinu

Það er gaman að veiða hornsíli. Skreppið upp í Breiðholt eða að næstu tjörn með háf og krukku. En kæru foreldrar. Hafið tvennt í huga: Á góðviðrisdegi getur verið erfitt að fá börnin til að leggja niður háfinn og hætta veiðunum til að fara heim í mat. Og ekki stressa ykkur yfir því þótt sokkar og buxur blotni. Það er nefnilega frábært að veiða hornsíli!

Smelltu hér til að skoða flotta 360° panoramamynd sem sýnir Hólmasel á fallegum sumardegi.

 

[ad name=“POSTS“]

Deilið þessu:

Skildu eftir svar

Vinsamlegast láttu rétt nafn og netfang fylgja með athugasemd