Ívar Pétur: Börnin sleppa sér í dansi!

Ívar Pétur á tónleikum.

„Það er miklu skemmtilegra að spila fyrir börn heldur en fullorðna. Þau eru opnari fyrir alls konar tónlist, sleppa sér um leið og dansa eins og brjálæðingar,“ segir Ívar Pétur Kjartansson, sem verður plötusnúður á barna-reifi. Reifið verður haldið á danshátíðinni Vorblót sem fram fer á laugardag.

Vorblót er samstarf Tjarnarbíós og Reykjavik Dance Festival og hefst hún á morgun, fimmtudaginn 3. júní 2021. Hjónin Brogan Davison og Pétur Ármannsson eru listrænir stjórnendur hátíðarinnar.

Dansað verður út helgina því Vorblótið stendur út sunnudaginn 6. júní.

Rætt er við Ívar Pétur um barna-reifið í Fréttablaðinu.

Ívar Pétur segist tekið þátt í Reykjavik Dance Festival áður og þekki þau Brogan og Pétur. Þau séu auk þess nýbakaðir foreldrar. Hann hafi sjálfur orðið faðir fyrir nokkrum árum.

„Þá oft breytast aðeins áherslurnar í lífinu. Reifin færast þá kannski meira úr fullorðins-reifum yfir í barna-reif,“ segir hann.

Þetta er ekki fyrsta skiptið sem Ívar Pétur stýrir barna-reifi.

„Ég spilaði fyrir leikskóla sonar mín og það var bara brjálað gigg. Pétur og Brogan fréttu af því og vildu leyfa fjölskyldunni og krökkum að njóta hátíðarinnar saman.“

Hann segir miklu skemmtilegra að spila fyrir börn en fullorðna. Það hafi sem dæmi komið sér á óvart að þau hika ekki við að biðja um óskalög og trufla DJ-inn.

Börnin þekkja næntís-smellina

Ívar Pétur ætlar að spila allskonar tónlist í barna-reifinu. Fólk geti bókað að lagið hans Daða Freys í Evróvisjón verði spilað í bland við klassíska næntís-smelli.                                                      

„Þau þekkja margt af þessu eldra, þau hafa þetta heima hjá sér eða jafnvel í bíómyndum. Þannig að þetta verður góð blanda af danstónlist og öðru sem höfðar til barnanna,“ segir hann.

Blásið verður til barna-reifsins á Dansverkstæðinu að Hjarðarhaga 47 klukkan 13.00 á laugardaginn 5. júní. Aðgangur er ókeypis en þó verður að panta miða á tix. is. Börnum er velkomið að bjóða vinum, systkinum og forráðamönnum með sér.

Allt um Vorblótið – sameiginlega hátíð Tjarnarbíós og Dance Festival 2021

Vorblót 2021 á Facebook

Deilið þessu:

Skildu eftir svar

Vinsamlegast láttu rétt nafn og netfang fylgja með athugasemd