Þjóðminjasafnið er í hressu fjölskylduskapi á haustin, sérstaklega um helgar. Fyrsta sunnudag í mánuði yfir vetrartímann hefur verið boðið upp á barnaleiðsögn um Þjóðminjasafnið. Margar fjölskyldur hafa mætt og hefur alltaf verið vel sótt í leiðsagnirnar á Þjóðminjsafninu. Þar er gestum safnsins boðið að skoða í hvern krók og kima. Safnið býður líka stundum fullorðnum án endurgjalds á safnið – að því skilyrði gefnu að börn verði með í för og bjóða þau fullorðna fólkinu á safnið.
Besta leiðin til að kanna hvað er í boði fyrir fjölskyldufólk á Þjóðminjasafninu er að skoða viðburðadagatalið á Úllendúllen og sjá hvað verður í gangi.
Sunnudagurinn 2. október er einn þessara daga þegar börnin geta boðið fullorðna fólkinu á Þjóðminjasafnið.
Ýmislegt forvitnilegt er að sjá á Þjóðminjasafninu. Hægt er að fara í ratleik um safnið og finna alls konar forvitnilega og spennandi hluti úr fortíðinni, þúsund ára gömul sverð, beinagrind og eldgamalt skyr. Þar eru líka miklu fleiri gamlir munir.
Smellið hér: Þetta finnst börnum skemmtilegt að skoða á Þjóðminjasafninu.
Þegar börnin eru orðin leið á fullorðna fólkinu þá geta þau farið í sérstakt krakkaherbergi. Þar er hægt að prófa víkingahjálma, sverð og skjöld – nú eða bara slakað á og lesið bók.
Hvenær er opið á Þjóðminjasafninu?
Sumar: 1. maí – 15. september: kl 10:00:-17:00 alla daga.
Vetur: 16. september – 30. apríl: kl 10:00-17:00 þriðjudaga til sunnudaga en lokað á mánudögum.
Veitingastofan Kaffitár er yfir sumarið opin á sama tíma og safnið. Á veturna klukkan 9:00-17:00 frá þriðjudegi til föstudags en klukkan 10:00-17:00 um helgar. Veitingastofan er lokuð á mánudögum.