Börn og ungmenni lesa fantasíur og þríleiki

Fantasíur, vísindaskáldskapur og þríleikir er á hraðri uppleið innan ungmennabókageirans, segir Hrönn Björgvinsdóttir, deildarstjóri ungmennadeildar Amtsbókasafnsins á Akureyri. Hún ræðir við Berglindi M. Valdemarsdóttur um nokkrar nýjar ungmennabækur sem komu út fyrir jólin 2020 í hlaðvarpinu Akureyringar, sem fjallar um allt á milli himins og jarðar á Akureyri.

Bækurnar sem koma við sögu í hlaðvarpinu í hnotskurn:

Skógurinn: Hildur Knútsdóttir

  • Þetta er þriðja bókin í þríleik Hildar. Fyrstu bækurnar eru Ljónið og hin Nornin.
  • Ljónið er þroskasaga með undirliggjandi óútskýrðum öflum lesendur verða lítið varir við.
  • Hver bók er í ákveðinni stefnu. Fyrsta bókin er raunsæissaga í nútímanum og fjallar um stelpuna Kríu. Bók númer tvö gerist 80 árum síðar undir lok 21. aldarinnar. Aðalsöguhetjan er barnabarn Kríu. Þetta er framtíðarsaga og flokkast til Cli-Fi, þ.e. loftslagsbókmennta. Í bókinni hefur Golfstraumurinn farið af leið og orðið ískalt á Íslandi. Fólk er hætt að borða kjöt. Lönd og þjóðir eru ekki lengur til og allir sameinaðir í eina þjóð. Það gengur jafn illa og það hljómar.
  • Í þriðju bókinni, Skóginum, er áfram sagt frá Kríu. En nú er hún orðinn unglingur með reynslu 100 ára konu. Þetta er vísindaskáldsaga.
  • Hver bók er sjálfstæð en betra er að lesa þær í tímaröð.

Þetta segir Hrönn: „Þetta er bók sem ég er hvað spenntust fyrir. Þetta er ævintýri. Ofboðslega áhugaverð bók. Það er hægt að lesa hana staka, en ég mæli með því að lesa þær í réttri röð. Ég mæli hiklaust með þessari bók.‟

Tilberinn: Ingela Korssell, Henrik Jonsson og Asa Larsson

  • Tilberinn, hluti af skandinavíska PAX-bókaflokknum og númer fjögur í röðinni.
  • Þetta eru auðlesnar hrollvekjur. Sagan sjálf, letrið og myndir inn á milli. Tíu ára barn gæti lesið bókina.
  • Bókin er ekki fyrir myrkfælna og það þarf soldið sterkar taugar til að lesa bókina.
  • Þær fjalla um tvo bræður. Þeir upplifa sig á móti heiminum og eru aldir upp hjá fósturfjölskyldu. Í ljós kemur að eitthvað illt er á sveimi. Þeir kynnast gæslumönnum leyndst töfrabókasafns.

Þetta segir Hrönn: „Þessi bók er ekki fyrir lesendur með lítið hjarta.‟

Hingað og ekki lengra: Hildur Knútsdóttir og Þórdís Gísladóttir

  • Hildur er einn af mínum uppáhalds ungmennabókahöfundum. Hún skrifar myrkar stórar bækur, eins og Vetrarfrí og Vetrarhörkur, en svo skemmtilegar bækur með Þórdísi.
  • Bókin er um þrjár vinkonur í 8. bekk sem gerast umhverfisróttæklingar.
  • Transstelpa er í einu af aðalhlutverkunum í bókinni.
  • Ekki er allt sem sýnist í bókinni. Sem dæmi er sagt frá sólbrúnu sterabúnti sem rekur sjoppu, á ískyggilegan hund og allir halda að sé handrukkari. Þvert á ályktanir annarra þá reynist hann vera ljúfur sem lamb.

Hrönn segir: „Þetta bók er létt og fyndin.‟

Aðrar bækur á borðinu sem Hrönn á eftir að lesa

Vampírur, vesen og annað tilfallandi: Rut Guðnadóttir

  • Hlaut Íslensku barnabókaverðlaunin árið 2020.
  • Fjallar um vinkonur í 8. bekk. Þegar nemendur taka að sýkjast grunar stelpurnar að kennarinn þeirra sé vampíra.

Hrönn segir: „Ég er nokkuð spennt að lesa hana.‟

Dóttir hafsins: Kristín Björg Sigurvinsdóttir

  • Fyrsta bókin í þríleik.
  • Fantasíubók um stelpu sem kemst í kynni við marfólk. Í ljós kemur að hún er útvalin til að bjarga örlögum fólksins.

Hrönn segir: „Þetta er önnur bók sem ég er gríðarlega spennt að lesa. Hún hefur verið gríðarlega vinsæl hjá okkur því hún er yfirleitt ekki til í hillunni.‟

Drauma – Dísa: Gunnar Theódór Eggertsson

  • Þriðja bókin í þríleik.
  • Þetta er fantasíubók.

Hrönn segir: „Ég er búin að lesa fyrstu bókina Drauga-Dísu og var hrifin af henni. Ég veit lítið um bókina annað en að ég var hrifin af fyrstu bókinni og ætla að lesa hinar tvær.‟

Hægt er að smella á hlekkinn og hlusta á þáttinn á:

 

Soundcloud

Spotify: Akureyringar

Deilið þessu:

Skildu eftir svar

Vinsamlegast láttu rétt nafn og netfang fylgja með athugasemd