Borgarnes: Gaman að heimsækja Bjössaróló

_MG_3940 copy

Ef þið eigið leið um Borgarnes þá er upplagt að koma við á Bjössaróló. Það er skemmtilegur ævintýrastaður sem er svolítið úr alfaraleið.

Á Bjössaróló eru leiktæki úr endurnýttu efni, kastalar, rólur, hestar, rennibrautir og margt annað í skemmtilegu völundarhúsi.

Leyfði blómunum að vaxa

Bjössaróló var byggður af hugsjónamanninum Birni H. Guðmundssyni trésmíðameistara í Borgarnesi (fæddur 1911). Hann hóf smíði leikvallarins árið 1979 og hélt honum sjálfur við. Björn vann að því að halda leikvellinum við og bæta við hann fram yfir áttrætt. Björn lést árið 1997.

Björn var mjög barnelskur maður og hændust börn að honum. Hann vildi að þau gengju vel um og umgengjust náttúruna af virðingu og gætni. Hann beindi meðal annars þeim tilmælum til barna að tína ekki blómin heldur leyfa þeim að vaxa. Hann setti líka upp málshætti á nokkrum stöðum til að kenna börnum þá.

Leiktæki úr endurnýttu efni

Björn var nýtinn maður og vildi því ekki að fólk henti hlutum sem hægt væri að nota. Hann smíðaði öll leiktækin úr efni sem hafði verið hent eða stóð til að henda. Hann valdi líka á þau liti sem stungu ekki í stúf við umhverfið. Björn hafði innganginn að Bjössaróló vísvitandi krókóttan. Ástæðuna fyrir því sagði hann þá að kenna börnum að flýta sér ekki um of í lífinu.

Þið getið skoðað fleiri myndir af Bjössaróló á Pinterest.

_MG_3924 copy _MG_3913 copy _MG_3916 copy _MG_3910 copy

Gengið er inn í aðra veröld um innganginn að Bjössaróló.

Gengið er inn í aðra veröld um innganginn að Bjössaróló.

Deilið þessu:

2 Responses to Borgarnes: Gaman að heimsækja Bjössaróló

  1. Pingback: MaryMJ

    • Pingback: úllendúllen

Skildu eftir svar

Vinsamlegast láttu rétt nafn og netfang fylgja með athugasemd