Borgarbóksafn: Næring fyrir sálina í Kringlunni

 

20151125_121453_HDR copy

Það er alltaf gott að fara á bókasafn. Þar má finna nýjustu bækurnar og ótrúlega oft grafa upp eitthvað áhugavert bæði til að lesa og skoða.

Bókasöfn hafa verið til í langan tíma, þúsundir ára. Stærsta og þekktasta bókasafn í fyrndinni var bókasafnið mikla í Alexandríu. Það þótt eitt merkasta bókasafn fornaldar.

Hundgömul bókasöfn

Nútíma bókasöfn litu dagsins ljós á 18. öld en um það leyti urðu til þjóðarbókasöfn Bandaríkjanna og Bretlands, Library of Congress og British Museum. Fram kemur í grein Steingríms Jónssonar um þróun bókasafna á Íslandi, að bókasöfn hér urðu til um svipað leyti. Aðal hvatamaðurinn að stofnun bókasafns og lestrarfélags á Suðurlandi var Magnús Stephensen. Það náði yfir Gullbringu-, Kjósar-, Borgarfjarðar-, Árnes- og Rangárvallasýslu. Fljótlega var annað félag um bókasafn stofnað á Norðurlandi. Fátæk alþýða gat ekki notað þessi söfn enda þurfti að greiða fyrir.

Breyting var árið 1818 þegar Landsbókasafn Íslands var stofnað. Það gekk ekki eins og til var ætlast.

Bókasafn fyrir almenning varð að veruleika á Íslandi árið 1836. Stofnendur þess voru Ólafur Sívertsen, sóknarprestur í Flatey, og Jóhanna kona hans. Bókasafnið var geymt á kirkjuloftinu í Flatey.

Þú getur lesið meira um sögu almenningsbókasafna á Íslandi í grein Steingríms.

Borgarbókasafn í Kringlunni

Borgarbókasafnið Kringlunni, sem heitir líka Menningarhúsið Kringlunni, var opnað í október 2001. Bókabíllinn Höfðingi hefur bækistöð í Borgarbókasafninu Kringlunni. Á safninu má finna tæplega 70 þúsund bækur. Auk bóka og tímarita fyrir alla aldurshópa eru til útláns í safninu hljóðbækur, tungumálanámskeið, margmiðlunarefni, teiknimyndasögur, tónlistardiskar, myndbönd og DVD-myndir. Safnið leggur sérstaka áherslu á leikbókmenntir og efni sem tengist leiklist og leikhúsvinnu, kvikmyndir og dans, enda í sama húsi og Borgarleikhúsið.

Borgarbókasafn, Kringlusafn líka, tekur líka þátt í ýmsum viðburðum á borð við Nýtnidaginn.

Þægileg aðstaða er á safninu fyrir gesti til að lesa dagblöð og annað áhugavert efni og boðið er upp á kaffi.

Gestir safnsins geta fengið aðgang að nettengdum tölvum gegn vægu gjaldi. Þá er þar heitur reitur fyrir þá sem eru með fartölvur en þurfa að komast í nettengingu.

Einfalt að komast á bókasafn

Strætisvagnaferðir að Kringlunni eru greiðar og viðkomustaðir strætisvagnaleiða S3, og S6 eru við Miklubraut. S1 og S2 stansa við Kringlumýrabraut og 13 og 14 við Borgarleikhúsið.

Opið er á eftirfarandi dögum og tímum:

Mánudaga 10-18:30

Föstudaga 11-18:30

Laugardaga / sunnudaga 13-17

Sögustundir og viðburðir

Á Kringlusafni er hægt að panta sögustundir og safnkynningar fyrir hópa. Mikið er um uppákomur fyrir gesti á safninu. Upplýsingar um viðburði á Borgarbókasafninu má finna á vef safnanna og í viðburðadagatali Úllendúllen.

Deilið þessu:

Skildu eftir svar

Vinsamlegast láttu rétt nafn og netfang fylgja með athugasemd