Borgarbókasafn í Kringlunni lokað fram í ágúst

Borgarbóksafn

Borgarbókasafn í Kringlunni er fremur tómlegt þessa dagana.

Borgarbókasafnið í Kringlunni lokaði 20. júní og mun ekki opna á nýjan leik fyrr en 2. ágúst, ef áætlanir ganga eftir.

Ástæðan fyrir lokunni er sú að verið er að viðgerðir standa yfir á bókasafninu og verið að skipta um gólfdúk.

Af þeim sökum er hreinlega ekkert inni á safninu. Það er algjörlega galtómt eins og myndin sýnir.

Fram kemur á miða við inngang safnsins til fastagesta og allra annarra sem ætla að gera sér ferð þangað og líka þeirra sem einfaldlega finnst gott að kúra inni á bókasöfnum, að önnur söfn Borgarbókasafnsins eru opin samkvæmt afgreiðslutíma.

Heppnir skussar!

Borgarbókasafn lánar bækur alla jafna lengst í 30 daga. Skussarnir sem gleyma því sí og æ að taka bækur sem þeir hafa fengið að láni hjá safninu af náttborðinu eða setja þær óvart upp í bókaskáp heima hjá sér en lenda svo í því að borga endalausar sektir fyrir léleg skil eru heppnir. Þeir sem fengu bækur að láni á Kringlusafni 20. maí þurfa nefnilega ekki að hafa áhyggjur af því að skila bókunum fyrr en 8. ágúst næstkomandi.

Finnst ykkur gaman að fara á bóksafn?

Bókasöfn eru skemmtilegir staðir. Þar er hægt að finna bækur um allt á milli himins og jarðar og gleyma bæði stund og stað í heimi bóka fyrir bæði börn og fullorðna.

Bókasafnið í Kringlunni er skemmtilegur staður.

Lestu meira um ævintýrin á Kringlusafni.

Deilið þessu:

Skildu eftir svar

Vinsamlegast láttu rétt nafn og netfang fylgja með athugasemd