Bókasafnsdagurinn 2016: Bókasöfn eru ævintýrastaður!

2015-10-15 17.28.13

Þið þarna, mömmur og pabbar og afar og ömmur! Munið þið eftir bókasöfnunum úr æsku ykkar? Bókasöfnin voru ævintýrastaðir. Dyrnar voru oftast stórar og þykkar og inni á safninu staðin lykt blönduð ryki og mahóníi, stundum gamalli pípulykt úr prjónavesti bókavarðarins.

Bókaverðirnir voru í æskuminningunni eins og söfnin, svolítið dulir. Samt sem betur fer ekkert líkir Irmu Pince í Hogwarts eða verndara hundleiðans, bókaverðinum Malachi í Nafni rósarinnar eftir Eco. Þvert á móti. Þeir hafa alltaf verið besta fólk í heimi þegar bækur eins og Tinni og Sjö kraftmiklar kristalskúlur fundust ekki í hillu.

Bókasöfn eru alveg hreint út sagt frábært heimili barna og foreldra.

Bókasafnsdagurinn 2016

Fimmtudaginn 8. september rennur Bókasafnsdagurinn upp. Undirtitill dagsins er: Út fyrir endimörk alheimsins og vísar það til þess óendanleikans og ævintýranna í bókum.

Á Bókasafnsdeginum munu bókasöfn landsins bjóða libraries_hp_gofupp á ýmislegt skemmtilegt fyrir börn og fullorðna. Daginn ber upp á alþjóðlegum degi læsis. Á þeim degi er fólk um allan heim hvatt til að lesa bara hvaðeina, segja sögur, fara með ljóð og nýta tungumálið á annan hátt til ánægjulegra samskipta.

Tilgangur Bókasafnsdagsins er tvíþættur. Annars vegar að vekja athygli á mikilvægi bókasafna í samfélaginu og hins vegar að vera hátíðardagur starfsmanna bókasafna.

Á Íslandi eru yfir 300 bókasöfn og ekki vinnandi vegur að ætla að finna allt það sem hvert og eitt bókasafn ætlar að gera í tilefni dagsins.

Auðvitað reynum við.

Hér er brot af dagskránni á nokkrum söfnum á Íslandi fimmtudaginn 8. september.

Akureyri

Gestum Amtbókasafns verður boðin leiðsögn um ýmsa afkima bókasafnsins og fólki leyft að kíkja í hillur sem alla jafna eru ekki fyrir allra augum. Spurningaleikur verður í gangi á safninu.

Ísafjörður

Í Safnahúsi Ísafjarðar fá allir sem taka bók eina fría DVD-mynd, þetta er sektarlaus dagur og svo er liður sem heitir Leynibækur. Ávallt er búið til sérstakt þema fyrir Bókasafnsdaginn á Ísafirði og í ár er það ljóð. Því verða ljóð og ljóðabækur vel sýnilegar á safninu þennan dag.

Reykjavík

Í Reykjavík er dagskráin verður sirka svona hjá Borgarbókasafni:

  • Borgarbókasafn Kringlunni /16:30 Uppskeruhátíð sumarlesturs barna – 17:30 Leikritið Blái hnötturinn kynntur í uppfærslu Borgarleikhússins. Leikstjórinn Bergur Þór Ingólfsson spjallar við gesti um sýninguna og síðan fá allir að rölta upp í leikhúsið, skoða leikmyndina og allt tengt Bláa hnettinum.
  • Gerðuberg / Ljóð og limrur verða hengdar upp víða um safnið og gestum boðið upp á limru í lófann. Ókeypis gjafabækur verðar á boðstólnum.
  • Spöngin / Kósý kaffihorn sett upp í tilefni dagsins þar sem gestum verður boðið upp á kaffi og meðlæti á meðan þeir hlusta á sögur, leikrit og ljóð – nú eða bara á útvarpið.
  • Sólheimar / Á milli klukkan 14:00-16:00 verður gestum boðið upp á nýbakaðar vöfflur í tilefni dagsins.
  • Árbær / Gestir geta dregið sér ljóðalínu og fengið hressandi kaffi og meðlæti í tilefni Bókaasafnsdagsins.

Nú er bara um að gera og drífa sig á bókasafn á Bókasafnsdaginn 2016!

Heimsdagur Kringlusafn páskar

Deilið þessu:

Skildu eftir svar

Vinsamlegast láttu rétt nafn og netfang fylgja með athugasemd