Hvernig á að rækta kryddjurtir heima hjá sér?

„Jú, jú, þetta er fyrir alla fjölskylduna. Börnin borða jú það sem sett er fyrir þau,“ svarar Kristín Arnþórsdóttir, upplýsingafræðingur og menningarmiðlari á Bókasafni Seltjarnarness, spurð um það hvort kynning á bókasafninu um ræktun kryddjurta sé fyrir alla á heimilinu.

Kynningin er í Bókasafni Seltjarnarness mánudaginn 10. apríl. Hún hefst klukkan 17:30 og stendur til klukkan 18:00.

Það er hún Auður Rafnsdóttir sem stýrir kynningunni. Hún mun fara yfir helstu atriði sáningar kryddjurta með sýnikennslu og kynnir helstu atriði ræktunar og umhirðu kryddjurta í heild.

Auður er mikil áhugamenneskja um ræktun kryddjurta og hefur verið iðin við að gefa áhugasömum ræktendum ráð. Síðasta vor gaf Forlagið út bók eftir hana sem heitir Kryddjurtarækt fyrir byrjendur.

Aðstæður til ræktunar eru misgóðar og verður því lögð áhersla í kynningunni að koma með upplýsingar um ræktun í pottum og kerjum eða við þær aðrar aðstæður sem fólk hefur í sínu nærumhverfi.

Fyrirspurnum verður svarað og fólk hvatt til að skrifa niður helstu þætti og hvað ber að varast- og eða hafa í huga við ræktun kryddjurta.

Allir velkomnir og viðburðurinn er ókeypis.

 

Deilið þessu:

Skildu eftir svar

Vinsamlegast láttu rétt nafn og netfang fylgja með athugasemd