Bókamessur eru skemmtilegar. Þar er hægt að hitta rithöfunda, hlusta á þá lesa og ræða við þá um nýjustu bækurnar. Um helgina er árlega bókamessa bókaútgefenda í Hörpu í Reykjavík. Þar gefst frábært tækifæri til að kynnast bókaútgáfu ársins á einu bretti. Það besta er að á bókamessu er yfirleitt hægt að fá bækurnar sem mann langar í með fínum afslætti.
Fyrsta Bókamessa í Bókmenntaborg var haldin árið 2011 í Ráðhúsinu og Iðnó. Síðan þá hefur Bókamessa vaxið ár frá ári og er nú einn af stóru viðburðunum í bókmenntalífi borgarinnar. Bókamessa flutti í Hörpu árið 2016 og leggur þar undir sig Flóa og salina Rímu A og B.

Bókamessan er opin frá kl. 11:00 – 17:00 báða dagana. Frítt er inn á alla dagskrárliði og nóg um að vera fyrir fólk á öllum aldri.
SVONA ER DAGSKRÁIN:
LAUGARDAGUR 24. NÓVEMBER
UNDRALAND BÓKANNA Í FLÓA
11:00 – 17:00
Bókasmakk fyrir krakka á öllum aldri
Allar nýjar barna- og ungmennabækur ársins á einum stað til að fletta og skoða.
RÍMA A
13:00 – 14:00
Framandi heimar
Gauti Kristmannsson ræðir við þýðendur um verk að utan sem sæta tíðindum í bókmenntaflóru ársins, þau Kristínu Guðrúnu Jónsdóttur (Smásögur heimsins – Asía og Eyjaálfa), Ingunni Ásdísardóttur (Sakfelling: forboðnar sögur frá Norður-Kóreu) og Gunnar Þorra Pétursson (Hinir smánuðu og svívirtu eftir Fjodor Dostojevskíj).
14:30 – 15:00
Höfðingjaspjall Veru og Illuga
Feðginin Vera Illugadóttir og Illugi Jökulsson spjalla um þjóðhöfðingja Íslands frá upphafi til okkar tíma út frá bók Veru um efnið. Þar varpar hún fróðlegu og fjörlegu ljósi á þjóðhöfðingja Íslands allt frá Hákoni gamla til Guðna Th. Jóhannessonar. Hverjir voru allir þessir kóngar og drottningar fortíðarinnar, hvaða skandala drýgðu þau og hver voru afrek þeirra?
15:15 – 15:45
Ærumissir
Ólafur Þ. Harðarson og Davíð Logi Sigurðsson ræða saman um stjórnmálamanninn Jónas frá Hriflu en Davíð Logi sendir nú frá sér bókina Ærumissi um þennan umdeilda forystumann og samskipti hans við Einar M. Jónasson sýslumann á Patreksfirði. Þetta er pólitísk saga einstaklinga sem urðu leiksoppar í valdatafli á umbrotatímum þegar Ísland var að brjótast til nútímans.
16:00 – 17:00
Lærðu að hnýta
Macramé er nýjasta æðið og nú hefur bókin Macramé – hnútar og hengi litið dagsins ljós. Ninna Stefánsdóttir, annar af höfundum bókarinnar, hefur kennt þessa aðferð við miklar vinsældir og hér deilir hún þekkingu sinni á þessari bráðfallegu og einföldu handavinnu.
RÍMA B
13:00 – 14:00
Leitandi sögur
Maríanna Clara Lúthersdóttir spjallar við höfunda þriggja ólíkra verka sem þó má segja að fjalli öll um einhvers konar ferðalög í tíma eða rúmi. Júlía Margrét Einarsdóttir sendir nú frá sér sína fyrstu skáldsögu (Drottningin á Júpíter. Absúrdleikhús Lilla Löve) og verður hún hér í félagsskap þekktari en ekki síður nýstárlegra höfunda, þeirra Eiríks Guðmundssonar (Ritgerð mín um sársaukann) og Ófeigs Sigurðssonar (Heklugjá – leiðarvísir að eldinum).
14:30 – 15:30
Stórar sögur
Guðni Tómasson fær til sín höfunda þriggja nýrra bóka sem fjalla hver með sínum hætti um uppruna, fjölskyldutengsl og ólíka menningarheima, þær Sólveigu Jónsdóttur (Heiður), Þóru Kristínu Ásgeirsdóttur (Hasim, götustrákur í Kalkútta og Reykjavík) og Önnu Rögnu Fossberg (Auðna).
15:45 – 16:45
Hinsegin sögur
Ásta Kristín Benediktsdóttir ræðir við þau Guðjón Ragnar Jónasson (Hin hliðin – hinsegin leiftur og örsögur), Heiðrúnu Ólafsdóttur (Homo sapína e. Niviaq Korneliussen) og Þorstein Vilhjálmsson (Dagbækur Ólafs Davíðssonar) um þrjár bækur sem snerta á hinsegin málefnum, hvort sem er í sögu ellegar samtíð á Íslandi eða Grænlandi dagsins í dag.
KRAKKAHORN SLEIPNIS
14:30
Fíasól og réttindi barna
Kristín Helga Gunnarsdóttir höfundur bókanna um Fíusól spjallar um réttindi barna og býður krökkum að hugsa um sín eigin réttindi í anda Fíusólar. Hægt verður að skreyta réttindatré barna með eigin óskum.
15:00
Spurningaleikur – Veistu svarið?
Á hvoru auganu er Stjáni blái blindur? Hvernig drepa bóaslöngur bráð sína? Hvort lokar maður hurðinni með dyrunum eða dyrunum með hurðinni? Höfundar Stóru spurningabókarinnar stýra skemmtilegum spurningaleik fyrir hressa krakka og fylgdarfólk þeirra.
16:00
Svartholið
Sævar Helgi Bragason leiðir gesti í allan sannleika um hin spennandi og dularfullu fyrirbæri svarthol.
UNDRALAND BÓKANNA
12:30 – 14:20
Sögustundir, lesið úr nýjum barnabókum
Komdu þér vel fyrir á söguteppinu og farðu í ævintýraferð með höfundum nýrra barnabóka eða fulltrúum þeirra. Þessi lesa upp:
Ragnheiður Gröndal og Bergrún Íris Sævarsdóttir: Næturdýrin
Bergrún Íris Sævarsdóttir: Freyja og Fróði rífast og sættast
Hjörleifur Hjartarson: Sagan um Skarphéðin Dungal sem setti fram nýjar kenningar um eðli alheimsins
Bjarki Karlsson: En við erum vinir eftir Hafstein Hafsteinsson
Bergrún Íris Sævarsdóttir: Elstur í leynifélaginu
Þórarinn Már Baldursson: Maxímús Músíkús fer á fjöll eftir Hallfríði Ólafsdóttur
Þórarinn Eldjárn: Ljóðpundari
STORYTEL HEIMUR Í FLÓA
13:00
Hallgrímur Thorsteinsson ræðir við Snjólaugu Bragadóttur.
13:30
Baldur Trausti Hreinsson les úr Krýsuvík eftir Stefán Mána.
14:00
Hallgrímur Thorsteinsson spjallar við Stefán Mána.
14:30
Kristján Franklín les úr bókinni Þetta var bróðir minn … Theó og Vincent Van Gogh eftir Judith Perrignon í þýðingu Rutar Ingólfsdóttur.
15:00
Hallgrímur Thorsteinsson ræðir við Illuga Jökulsson.
15:30
Selma Björnsdóttir les úr Norninni eftir Camillu Läckberg í þýðingu Sigurðar Þórs Salvarssonar.
Á BÁS BÓKAÚTGÁFUNNAR FORLAGSINS
13:00
Dagný Hermannsdóttir, höfundur bókarinnar Súrkál fyrir sælkera, kynnir fjölbreyttar uppskriftir og notkunarmöguleika á sýrðu grænmeti fyrir gestum og gangandi og býður upp á smakk.
14:00
Sævar Helgi Bragason stjörnuskoðari leiðir okkur í allan sannleika um svarthol, og hvað mundi gerast ef maður dytti ofan í eitt slíkt.
Sprengju-Kata sýnir undraheima slímgerðar og kynnir hina frábæru bók Slímbók Sprengju-Kötu.
Ronja ræningjadóttir mætir með læti og heilsar upp á gesti.
15:00
Jóhanna Vigdís Hjaltadóttir kynnir nýja matreiðslubók sína Hvað er í matinn? og býður upp á smakk.
Á BÁS BÓKAÚTGÁFUNNAR SÖLKU
14:00
Jóna Valborg Árnadóttir kynnir Kormák á bás Sölku en hann hefur glatt yngstu lesendurna í tveimur bókum, Kormákur Krummafótur og Einn, tveir og Kormákur. Aldrei að vita nema jólasveinn sláist í hópinn og aðstoði Jónu við upplesturinn.
14:30
Sælkerinn Guðrún Sóley Gestsdóttir gefur smakk úr Grænkerakrásum, en hún er þekkt fyrir að töfra fram gómsæta vegan rétti sem bragð er að.
16:00
Smakk og kynning á bókinni Kraftbjór og almenn freyðandii hamingja á bás Sölku
SUNNUDAGUR 25. NÓVEMBER
UNDRALAND BÓKANNA Í FLÓA
11:00 – 17:00
Bókasmakk fyrir krakka á öllum aldri
Allar nýjar barna- og ungmennabækur ársins á einum stað til að fletta og skoða.
RÍMA A
13:00 – 17:00
Ljóðastundir
Ljóðlistin stendur með miklum blóma um þessar mundir og það sést svo sannarlega í útgáfu ársins. Njóttu þess að hlusta á skáldin lesa, hvort sem þú staldrar við í stutta stund eða lengi.
Eftirtalin skáld lesa úr nýjum bókum sínum:
13:00-14:00
Eyrún Ósk Jónsdóttir: Í huganum ráðgeri morð
Kristian Guttesen: Hrafnaklukkur
Vala Hafstað: Eldgos í aðsigi
Steinunn Ásmundsdóttir: Áratök tímans
14:00 – 15:00
María Ramos: Salt
Arngunnur Árnadóttir: Ský til að gleyma
Ásta Fanney Sigurðardóttir: Eilífðarnón
Kristín Ómarsdóttir: Ljóðasafn
15:00 – 16:00
Þórarinn Eldjárn: Vammfirring
Sigurbjörg Þrastardóttir: Hryggdýr
Haukur Ingvarsson: Vistarverur
16:00 – 17:00
Valdimar Tómasson: Vetrarland
Elísabet Jökulsdóttir: Dauðinn í veiðarfæraskúrnum
Bubbi Morthens: Rof
RÍMA B
13:00 – 14:00
Norðurlandameistari í góðum félagsskap
Þorgeir Tryggvason spjallar við þau Guðrúnu Evu Mínervudóttur (Ástin, Texas), Einar Kárason (Stormfuglar) og Auði Övu Ólafsdóttur (Ungfrú Ísland), en sú síðastnefnda er nýbakaður handhafi Bókmenntaverðlauna Norðurlandaráðs. Auður og Einar senda nú frá sér skáldsögur og Guðrún Eva safn tengdra smásagna en öll eru þau meðal okkar þekktustu og vinsælustu höfunda.
14:15 – 15:15
Blómstrandi nýrækt
Sunna Dís Másdóttir ræðir við Alexander Dan Vilhjálmsson (Vættir), Fríðu Ísberg (Kláði), Jónas Reyni Gunnarsson (Krossfiskar) og Þórdísi Helgadóttur (Keisaramörgæsir) en öll eru þau ungir höfundar sem hafa vakið verðskuldaða athygli með verkum sínum.
15:30 – 16:30
Manneskjusögur
Magnús Guðmundsson sest niður með Ágústi Kristjáni Steinarssyni (Riddarar hringavitleysunnar), Sigursteini Mássyni (Geðveikt með köflum) og Steinunni Ásmundsdóttur (Manneskjusaga) og ræðir við þau um bækur þeirra og þá átakamiklu mannlegu reynslu sem þar er tekist á við.
KRAKKAHORN SLEIPNIS
15:00
Skrímsla- og draugaratleikur
Í bókinni Skrímsla- og draugaatlas heimsins má finna ófrýnilegustu og hættulegustu verur veraldarinnar. Við ætlum að pakka niður hugrekkinu og fara í ratleik um Hörpu þar sem við hittum ekki eingöngu hefðbundna drauga eða Drakúla sem þyrstir í blóð heldur einnig álfa og skrímsli frá ýmsum löndum.
UNDRALAND BÓKANNA
13:00 – 15:30
Sögustundir með höfundum nýrra barnabóka
Komdu þér vel fyrir á söguteppinu og farðu í ævintýraferð með höfundum nýrra barnabóka. Eftirtaldir höfundar lesa upp úr bókum sínum:
Benný Sif: Jólasveinarannsóknin
Hjalti Halldórsson: Draumurinn
Ævar Þór Benediktsson: Þitt eigið tímaferðalag
Þorgrímur Þráinsson: Henri rænt í Rússlandi
Arndís Þórarinsdóttir: Nærbuxnaverksmiðjan
Eva Rún Þorgeirsdóttir: Lukka og hugmyndavélin: Hætta í háloftunum
STORYTEL HEIMUR Í FLÓA
13:00
Hallgrímur Thorsteinsson ræðir við Davíð Loga Sigurðsson, höfund bókarinnar Ærumissir.
13:30
Davíð Guðbrandsson les upp úr Sögu tveggja borga eftir Charles Dickens í þýðingu Þórdísar Bachmann.
14:00
Hallgrímur Thorsteinsson talar við Ragnar Jónasson.
14:30
Jóhann Sigurðarson les úr Harry Potter og leyniklefinn í þýðingu Helgu Haraldsdóttur.
15:00
Hallgrímur Thorsteinsson spjallar við Sólveigu Pálsdóttur.
15:30
Álfrún Helga Örnólfsdóttir les upp úr Ferðinni eftir Söndru B. Clausen.
Á BÁS BÓKAÚTGÁFUNNAR FORLAGSINS
13:00
Nanna Rögnvaldardóttir kynnir nýja og ómissandi matreiðslubók sína Beint í ofninn og býður upp á smakk.
14: 00
Sigrún Eldjárn rithöfundur og myndskreytir teiknar myndir frammi fyrir áhorfendum og segir um leið frá nýju bókinni sinni Silfurlykillinn.
Ævar vísindamaður segir frá nýju bókinni sem heitir Þitt eigið tímaferðalag og er æsispennandi. Frábær bók fyrir alla krakka og foreldra!
15:00
Linda Ólafsdóttir myndskreytir teiknar tuskudýr og gæludýr fyrir krakkana. Fáðu mynd af bangsanum þínum og skoðaðu fallega bók Lindu sem heitir Leika?
Prjónafjelagið heimsækjir Forlagsstandinn, spjalla við gesti og gangandi um prjónaskap og sýna flíkur úr bókum sínum.
Birkir Blær Ingólfsson les upp úr bókinni Stormsker.
16:00
Linda Ólafsdóttir les upp úr bókinni Leika?
Sigrún Eldjárn les upp úr bókinni Silfurlykillinn.
Á BÁS BÓKAÚTGÁFUNNAR SÖLKU
15:00
Útgáfuhóf Lukku og hugmyndavélarinnar – Hætta í háloftunum. Hófið hefst á lestri úr bókinni í Undralandi bókanna og á Skrímsla- og draugaratleik. Að honum loknum verður boðið upp á veitingar á bás Sölku
Komdu þér vel fyrir á söguteppinu og farðu í ævintýraferð með höfundum nýrra barnabóka. Eftirtaldir höfundar lesa upp úr bókum sínum:
Benný Sif: Jólasveinarannsóknin
Hjalti Halldórsson: Draumurinn
Ævar Þór Benediktsson: Þitt eigið tímaferðalag
Þorgrímur Þráinsson: Henri rænt í Rússlandi
Arndís Þórarinsdóttir: Nærbuxnaverksmiðjan
Eva Rún Þorgeirsdóttir: Lukka og hugmyndavélin: Hætta í háloftunum
15:30 – 16:30 Manneskjusögur
Magnús Guðmundsson sest niður með Ágústi Kristjáni Steinarssyni (Riddarar hringavitleysunnar), Sigursteini Mássyni (Geðveikt með köflum) og Steinunni Ásmundsdóttur (Manneskjusaga) og ræðir við þau um bækur þeirra og þá átakamiklu mannlegu reynslu sem þar er tekist á við.
Alla dagskrána má svo finna hér:
https://bokmenntaborgin.is/bokmenntalif/bokamessa