Bogfimi: Skemmtilegt sport fyrir fjölskylduna

Krakkar í bogfimi

Þessir krakkar voru fljót að ná réttu handtökunum og fannst mjög spennandi að skjóta í mark með alvöru bogum.

Bogfimi hefur löngum þótt göfug og góð íþrótt enda krefst hún bæði færni og einbeitingar ef menn ætla að ná langt. En svo þarf markmiðið ekkert að vera það að ná langt í hefðbundnum skilningi heldur bara að verja tíma með fjölskyldur og vinum við skemmtilega iðju.

Bogfimi á sér ekki ríka og langa hefð á Íslandi en hefur þó verið stunduð innan Íþróttafélags fatlaðra í Reykjavík síðan á 8. áratugnum. Þess má geta að æfingar hjá ÍFR í bogfimi eru jafnt fyrir fatlaða sem ófatlaða. Íþróttin hefur verið í vexti síðustu ár og fleiri félög tekið upp æfingar og kennslu.

Bogfimisetrið sem staðsett er bæði í Reykjavík og á Akureyri hefur síðan gert almenningi mögulegt að stunda þetta skemmtilega sport við öruggar og góðar aðstæður.

Bogfimi fyrir alla í öruggu umhverfi

Í Bogfimisetrinu getur öll fjölskyldan stundað bogfimi saman. Á vef Bogfimisetursins er talað um að yngsti iðkandinn sé 4 ára gamall en 14 ára og yngri verða að vera í fylgd með fullorðnum. Greitt er tímagjald (sjá verðskrá Bogfimisetursins) og innifalið í því eru allar nauðsynlegar græjur og grunnkennsla í réttu handtökunum. Maður þarf því ekki að eiga neinar græjur eða kunna neitt fyrir sér í sportinu áður en maður mætir á svæðið.

Flestum krökkum finnst mjög spennandi að hleypa af í mark með alvöru trissboga eru mörg hver ótrúlega fljót að ná upp færni. Pöbbum og mömmum hleypur þá oft kapp í kinn og mega hafa sig öll við til að missa ekki af lestinni.

Deilið þessu:

Skildu eftir svar

Vinsamlegast láttu rétt nafn og netfang fylgja með athugasemd