Blönduós: Alltaf gaman í sundi

Margir leggja leið sína í gegnum Blönduós t.d. á leiðinni milli Akureyrar og Reykjavíkur. Það vita það ekki allir en þar er mjög góð sundlaug sem mörgum krökkum hefur þótt gaman að heimsækja. Sundlaugin á Blönduósi var tekin í notkun árið 2010 og er hún bara ansi hreint fín. Sundlaugin sjálf er 25 metra löng. Við hana er vaðlaug og tveir heitir pottar.

Trompið fyrir börn og fullorðna sem finnst enn gaman að bregða á leik er vatnsrennibrautin. Þetta eru tvær rennibrautir. Önnur er hvorki meira né minna en  24 metra bein fallbraut með 10 metra lendingarlaug. Hin er 56 metra löng með 4 metra lendingarbraut.

Lokað á sunnudögum

Vetraropnun í sundlauginni tók gildi 20. ágúst. Þriðjudaga og fimmtudaga er hún opin frá klukkan 07:45 – 21:00, mánudaga og miðvikudaga frá 06:30 – 21:00, föstudaga frá 06:30 – 17:00 og laugardaga er opið frá klukkan 10:0 – 16:00. Sundlaugin er lokuð á sunnudögum.

Drífið ykkur norður á Blönduós í sund!

 

[ad name=“POSTS“]

Deilið þessu:

Skildu eftir svar

Vinsamlegast láttu rétt nafn og netfang fylgja með athugasemd