Blíðfinnur: Gaman að lesa bækur

blíðfinnur

Árlega lestrarhátíðin í Reykjavík í október er eitt af stærri verkefnum Reykjavíkur Bókmenntaborgar UNESCO. Hátíðin er haldin í samvinnu við stofnanir, félagasamtök og aðra sem starfa á bókmenntasviðinu. Í grunnskólum er blásið til skemmtilegs átaks og börnin hvött til lestrar.

Hátíðin, sem er fyrir alla aldurshópa, var haldin í fyrsta sinn í október árið 2012.

Markmið Lestrarhátíðar er að hvetja til lesturs, auka umræðu um bókmenntir og tungumál og síðast en ekki síst að vekja athygli á gildi orðlistar í menningaruppeldi og daglegu lífi.

Fjöldi viðburða eru haldnir í tengslum við lestrarhátíðina. Lestu meira um lestrarhátíðina.

 

Blíðfinnur sem sigraði heiminn

Margir þekkja bækurnar um Blíðfinn eftir listamanninn og rithöfundinn Þorvald Þorsteinsson. Fyrsta bókin heitir Ég heiti Blíðfinnur en þú mátt kalla mig Bóbó. Hún kom út árið 1998 og bættust fljótlega fleiri bækur í sagnaflokkinn af Blíðfinni. Þetta eru ekki einföldustu bækur í heimi og sum ævintýrin sem Blíðfinnur tengist bæði flókin og ansi ógnvænleg.

Fyrsta bókin um Blíðfinn hlaut frábærar viðtökur bæði gagnrýnenda og lesenda. Hún hlaut barnabókaverðlaunin árið 1999 og var leikrit sett á svið upp úr bókinni árið 2001. Eftir það fóru sögurnar, sem komu út í fjórum bókum, sigurför um heiminn.

Bókin Blíðfinnur og svörtu teningarnir – Ferðin til Targíu kom út árið 2002. Hún er æsispennandi fyrir börn á öllum aldri.

Það er upplagt að lesa bækurnar um Blíðfinn á lestrarhátíðinni í október – og líka allt árið um kring.

Deilið þessu:

Skildu eftir svar

Vinsamlegast láttu rétt nafn og netfang fylgja með athugasemd