Björn Jökull veiðir randaflugur í box

Björn Jökull Bjarkason er hress 9 ára strákur á Hofsósi. Hann hefur ýmislegt fyrir stafni og hjólar út um allt.

En hvað finnst Birni skemmtilegast að gera á sumrin?

„Það er gaman að fara út og veiða randaflugur og setja þær í stórt box. Þær eru í trjánum og í blómunum. Ef við sjáum randaflugu í blómi þá setjum við sultukrukku ofan á hana. Síðan fáum við einhvern fullorðinn til að setja randaflugurnar í stórt box með gati í lokinu svo þær geti andað. Þegar við vorum litlir var skari af randaflugum í boxi. Þegar þær voru komnar að götunum slepptum við þeim út. Það var gaman. Randaflugur eru ekkert sérlega skemmtilegar. En það er gaman að sjá þegar þær fljúga út.“

Björn leggur mikla áherslu á að ekki megi meiða randaflugur

„Við drepum þær ekki. Við gætum ekki lifað við það. Ef þær myndu deyja þá myndu blómin deyja líka.“

Björn og Árni Ísar litli bróðir hans fara líka oft á veiðar. Þeir veiða ýsu, þorsk og kola ofan við bryggjunni á Hofsósi.

En hvað gera þeir við fiskinn?

„Við annað hvort gefum fólki hann eða eldum hann sjálf.“

 

[ad name=“POSTS“]

Deilið þessu:

Skildu eftir svar

Vinsamlegast láttu rétt nafn og netfang fylgja með athugasemd