Birta Hall: Gaman að fara á gömul söfn

Birta Hall

Birta Hall er hress stelpa sem finnst gaman að skoða gamla hluti

Hvað finnst börnum gaman að gera?

Úllendúllen hitti Birtu Hall sem verður fimm ára í september og spurði hana nokkurra spurninga.

Hvað finnst þér skemmtilegast að gera? Fara til útlanda, vera með vinkonum mínum og vinum og fara í lautarferðir.

Hvað er skemmtilegast að gera með mömmu og pabba? Að fara á einhver svona gömul söfn og líka að fara í göngutúr. Ég fer oft í göngutúr í bænum með mömmu og líka á kaffihús. Með pabba fer ég oft í Hagkaup og í fjöruna og mér finnst það skemmtilegast.

Hvað er ekki gaman að gera? Hanga inni þegar maður er lasinn, það er svo leiðinlegt.

Ef þú værir fullorðin og mamma þín væri lítil stelpa, hvað myndir þú þá gera með henni? Fara í dýragarðinn og gera allt sem mamma myndi vilja gera.

Ef þú mættir ráða öllu, hvað myndir þú þá gera á daginn? Borða. Fara í sturtu, labba svo ein og fara og hjóla alls staðar, ganga upp á fjöll, fara í sund ein, fá mér nammi og bara gera allt sem er hægt í heiminum.

 

[ad name=“POSTS“]

Deilið þessu:

Skildu eftir svar

Vinsamlegast láttu rétt nafn og netfang fylgja með athugasemd