Krækiber, bláber og aðalbláber er það sem flestir sækjast eftir en margir tína líka hrútaber og fleiri tegundir. Berin eru farin láta á sér kræla og útlit fyrir álíka góða berjasprettu um allt land. Sumarið 2016 lofar því góðu fyrir berjafólk.
Sveinn Rúnar Hauksson, læknir og berjasérfræðingur landsins, segir í samtali við Morgunblaðið að hann hafi frétt af berjaáhugafólki og vinum fyrir bæði norðan og austan sem hafi byrjað að tína ber um miðjan júlí. Það sé langt á undan venjulegum berjatíma, en hápunkturinn er alla jafna um miðjan ágúst.
Í viðtalinu telur Sveinn ástæðuna fyrir góðri berjasprettu vera hlýtt vor og sumar. Vætu þurfi reyndar til svo berin taki vel við sér. Þótt útlit sé fyrir gott berjaár þurfi vætu á næstu dögum og vikum til að allt fari vel. Gangi það eftir gæti verið von á alveg einstaklega góðu berjaári.
Síðustu ár hafa verið léleg
Sveinn rifjar upp að síðastliðin ár hafi verið lélegt berjatíð í frægum berjalöndum, bæði fyrir austan og norðan. Í fyrra hafi ástæðan verið sú að vorið var kalt og veturinn langur fyrir norðan.
Sveinn er bjartsýnn á árið og segir ástæðu fyrir fólk að hafa ílát meðferðis á ferðalaginu lendi það á góðu lyngi.What are some cheap and legitimate foreign drugstores
Sveinn er líka spurður hvar best sé að fara í berjamó á höfuðborgarsvæðinu. Best finnst honum að fara í Esjuræturnar, Tröllafossland uppi á Mosfellsheiði og í Hafnarfjarðarhraun.