Barnamenningarhátíð: Verðlaunahátíð barnanna í Hörpu

Markús Már Efraím

„Sögur eru komnar til að vera, enda skilgreinir það manninn sem dýrategund að við segjum sögur. Þær enda ekki allar á blaði en frá því að við erum lítil börn þá segjum við sögur í leik og samskiptum við aðra,“ segir Markús Már Efraím, formaður Sagna – samtaka um barnamenningu. „Sögur barna eiga ekkert minna erindi við samfélagið en sögur fullorðinna og það er spennandi að fylgjast með rithöfundum, leikskáldum og kvikmyndagerðarmönnum framtíðarinnar stíga sín fyrstu skref með aðstoð verkefnisins.“

Samtökin voru stofnuð í vetur og hafa þau átt í víðtæku samstarfi við hina og þessa sem sinna barnamenningu en hafa til þessa unnið hvert í sínu horni.

Meðal stofnaðila samtakanna eru KrakkaRÚV, SÍUNG (samtök barna- og unglingabókahöfunda), Menntamálastofnun, Barnamenningarhátíð, IBBY á Íslandi, Reykjavík – Bókmenntaborg UNESCO, Miðstöð skólaþróunar við HA og Borgarbókasafnið.

 

Verðlaunahátíð barnanna í Hörpu

Verkefni samtakanna ætti ekki að hafa farið fram hjá neinum sem hefur fylgst með KrakkaRÚV í vetur. Framleiddar hafa verið stuttmyndir og útvarpsleikrit eftir handritum barna, Borgarleikhúsið mun næsta vetur setja á fjalirnar tvö leikrit eftir 6-12 ára börn og um helgina kemur út rafbók með 35 smásögum barna. Markmið samtakanna er að vekja athygli á barnamenningu og hvetja börn til sköpunar.

Markús segir Sögur – og barnamenningarhátíð vera eitt stærsta menningarverkefnið á Íslandi um þessar mundir.

Það er í gangi allt árið og í stöðugri þróun den hápunktur þess er þó Sögur – verðlaunahátíð barnanna, sem fer fram í Eldborgarsal Hörpu sunnudagskvöldið 22. apríl og er lokaviðburður Barnamenningarhátíðar. Þeir sem eiga ekki heimangengt geta fylgst með hátíðinni í beinni útsendinu á RÚV.

Hátíðin hefst klukkan 19.30.

Á þessum stórviðburði í anda Kids’ Choice Awards verðlauna íslensk börn allt það sem þeim finnst standa upp úr í menningarlífinu. Þetta er verðlaunahátíð eins og börn vilja sjá hana, fyndin og fjörug – og langar ræður eru stranglega bannaðar.

Verðlaun verða veitt fyrir tónlist, leiklist, sjónvarp og síðast en ekki síst barnabókmenntir. Krakkar á aldrinum 6-12 ára um allt land hafa kosið sitt uppáhald og þau ráða! Á hátíðinni verður einnig afhentur Sögusteinninn, heiðursverðlaun IBBY, auk þess sem ungir rithöfundar, leikskáld og kvikmyndagerðarmenn hljóta verðlaun.

Frítt er inn á hátíðina og hvetjum við alla til að tryggja sér miða inni á harpa.is.

Verkefnið er hluti af dagskrá aldarafmælis fullveldis Íslands.

Á vefnum krakkaruv.is/sogur má fá smjörþefinn af því sem samtökin hafa gert í vetur en síðan Stundin okkar fór í sumarfrí hafa þættirnir Sögur tekið við og þar geta ungir sem aldnir séð það svart á hvítu hversu megnugir  og skapandi krakkar eru.

 

Sögur – Verðlaunahátíð barnanna

Það verður svo sannarlega gaman hjá okkur öllum þann 22. apríl því þá verður barnaverðlaunahátíðin Sögur í beinni útsendingu á RÚV! En hver vinnur? Það er undir ykkur komið krakkar. Farið inn á krakkaruv.is/sogur og kjósið það sem ykkur fannst skara fram úr í barnamenningu á árinu 2017. Barnabók ársins, lag ársins, leiksýning ársins… hvað fannst þér best?#sögur #barnamenning #krakkarkjósa

Posted by KrakkaRÚV on 22. mars 2018

 

Allt um Barnamenningarhátíð

Dagskrá Barnamenningarhátíðar

KrakkaRÚV

Sögur – samtök um barnamenningur

Deilið þessu:

Skildu eftir svar

Vinsamlegast láttu rétt nafn og netfang fylgja með athugasemd