Barnamenningarhátíð Reykjavíkur hófst í vikunni. En það er ekki bara menningarhátíð í höfuðborginni. Hún er út um allt. Það er líka barnamenningarhátíð í Kópavogi og Seltjarnarnesi á sama tíma.
Í Reykjavík er heill hellingur af viðburðum á mennta-, frístunda og menningarstofnunum í skólum og Ráðhúsi Reykjavíkur, Borgarbókasafni, á listasöfnum og víðar. Í Kópavogi fer hátíðin fram í menningarhúsunum alla dagana fram á laugardag.
Á Barnamenningarhátíð breytist Ráðhús Reykjavíkur í Ævintýrahöll helgina 29.-30. apríl og verður þar hægt að stunda fjölskyldujóga og sjá sýningu með Sirkusi Íslands, hlusta á jazz og dansa við taktfasta tónlist. Frítt er inn á öll söfnin í borginni fyrir fullorðna í fylgd með börnum meðan á hátíðinni stendur.
Það er engin leið að gera fyllilega grein fyrir dagskrá hátíðarinnar.
Við höfum tekið saman listana sem við fundum og skeytt saman í eina væna langloku. Einstaka viðburði er að finna í viðburðadagatali Úllendúllen og á alveg frábærri vefsíðu Barnamenningarhátíðar.
Stærstur hluti dagskrár Barnamenningarhátíðar er hér að neðan.
Dagskráin
Miðvikudagur 26. apríl
Kl. 8.00-17:00 í Þjóðminjasafni
Í tilefni af Barnamenningarhátíð verður sýning í Þjóðminjasafninu á myndum eftir börn sem flúið hafa með fjölskyldu sinni stríð og erfiðar aðstæður í heimalandi sínu. Sýningin byggir á listasmiðju sem myndlistarkonan Ásdís Kalman stýrði í samstarfi við Rauða krossinn.
Kl. 10.00 í Ráðhúsinu
Borgarstjóri opnar listsýningu nemenda Klettaskóla Augun mín hafa svo margt að segja í Ráðhúsi Reykjavíkur. Hinir ungu listamenn hafa skapað litrík listaverk með notkun nýrrar tækni sem gerir þeim kleift að skapa listaverk með augunum. Friðrik Dór kemur og spilar nokkur lög fyrir unga listafólkið.
Kl. 13.00-17:00 í Ásmundarsafni
Sýningin Myndarlegar þjóðsögur er á Ásmundarsafni. Þetta er sýning grunnskólabarna á frístundaheimilunum Draumaland, Eldflaugin og Halastjarnan. Ekkert kostar inn á sýninguna. Börnin á frístundaheimilunum unnu verkin.
Kl. 15.00-17:00 í Ásmundarsafni
Teikninámskeið er fyrir börn á aldrinum 8 – 12 ára á Ásmundarsafni. Sigga Björg Sigurðardóttir myndlistamaður leiðir örnámskeið þar sem þátttakendur fá handleiðslu í teikningu þar sem list Ásmundar Sveinssonar verður höfð til fyrirmyndar.
Kl. 15.00 í Ráðhúsinu
Opnun Reykjavík, borgin okkar – upplifun leikskólabarna í Tjarnarsal Ráðhúss Reykjavíkur. Börn úr leikskólunum Dalskóla, Sæborg og Klömbrum hafa rannsakað borgina og skapað listaverk út frá því áhugaverðasta sem þau komust að. Borgarstjóri opnar sýninguna, hópur ungra listamanna frá þessum leikskólum syngja á sviði. Á staðnum verða um 200 börn, starfsfólk leikskólanna og foreldrar.
Kl. 17.00-18.30- Útitónleikar í Björnslundi fyrir alla fjölskylduna
Börn og ungmenni úr Norðlingaholti koma saman og skemmta gestum með tónlistarspili af ýmsu tagi.
19.30 – 22.00 Reykjavík hefur hæfileika í Austurbæjabíó
Hæfileikakeppni unglinga í Austurbæjarbíó á vegum félagsmiðstöðva í Reykjavík. Rapp, söngur, trommuleikur, sirkusatriði, dans og aðrar snilligáfur unglinganna í borginni.
Fimmtudagur 27. apríl
Kl. 8.00-17:00 í Þjóðminjasafni
Í tilefni af Barnamenningarhátíð verður sýning í Þjóðminjasafninu á myndum eftir börn sem flúið hafa með fjölskyldu sinni stríð og erfiðar aðstæður í heimalandi sínu. Sýningin byggir á listasmiðju sem myndlistarkonan Ásdís Kalman stýrði í samstarfi við Rauða krossinn.
Kl. 13.00-17:00 í Ásmundarsafni
Sýningin Myndarlegar þjóðsögur er á Ásmundarsafni. Þetta er sýning grunnskólabarna á frístundaheimilunum Draumaland, Eldflaugin og Halastjarnan. Ekkert kostar inn á sýninguna. Börnin á frístundaheimilunum unnu verkin.
Kl. 15.00-17:00 á Kjarvalsstöðum
Teikninámskeið fyrir börn á aldrinum 8 – 12 ára. Sigga Björg Sigurðardóttir myndlistamaður leiðir námskeiðið þar sem þátttakendur fá handleiðslu í teikningu með málverk Kjarvals sem fyrirmyndir.
Kl. 15.00-16.00 Umbreyting – Ævintýri í Öskjuhlíð-Iðnó
Sýning á spunaverki sem er samið og flutt af 8 og 9 ára börnum í Barnaskóla Hjallastefnunnar í Reykjavík.
Kl. 16.00 – 18.00- Hlaðan Gufunesbæ
Uppskeruhátíð frístundaheimilanna í Grafarvogi. Börnin í 2. – 4. bekk sýna listir byggðar á náttúrunni.
Kl. 17.00 – 19.00 – Seltjarnarnes
Blásið til Barnamenningarhátíðar Seltjarnarness klukkan 17:00. Hátíðin fer fram á Eiðistorgi, í Bókasafninu og Gallerí Gróttu en um eitt hundrað börn koma fram á hátíðinni eða leggja henni lið á einn eða annan hátt.
Föstudagur 28. apríl
Kl. 8.00-17:00 í Þjóðminjasafni
Í tilefni af Barnamenningarhátíð verður sýning í Þjóðminjasafninu á myndum eftir börn sem flúið hafa með fjölskyldu sinni stríð og erfiðar aðstæður í heimalandi sínu. Sýningin byggir á listasmiðju sem myndlistarkonan Ásdís Kalman stýrði í samstarfi við Rauða krossinn.
Kl. 8.30-9.15 Grasagarður Reykjavíkur
Opnun á Rannsóknarstofu – Hvað leynist í náttúrunni? Sýning á listrænum afrakstri þriggja daga rannsóknarsmiðju listkennslunema LHÍ og 5. bekkinga í Laugarnesskóla.
Kl. 10.00-12.00- Safn Einars Jónssonar
Þrautabraut í höggmyndagarði. Þrautabraut og gjörningur sem börnin á Laufásborg hafa unnið í höggmyndagarði Einars Jónssonar og sýning í glerskála safnsins. Foreldrum og börnum leikskólans boðið.
Kl. 10.00-17.00 – Kjarvalsstaðir
Listaverk nemenda í Vogaskóla, Vesturbæjarskóla og Háaleitisskóla sem unnin voru í vinnusmiðjunni Falinn Fjársjóður verða til sýnis á Kjarvalsstöðum dagana 28.-30. apríl. Vinnusmiðjan var haldin af Leikhópnum Sjónarspili ásamt Haugfé og Evu Björgu Harðardóttur, leikmyndahönnuði í mars.
Kl. 11.30-12.00- Dalskóla
Allt fullt af engu. Sýning barna í Dalskóla um ofgnóttina, vistsporið og heim sem er fullur af engu. Börnin láta sig málið varða og vonast til að skilja fótspor eftir í vitund þeirra sem njóta sýningarinnar.
Kl. 13.00-17:00 í Ásmundarsafni
Sýningin Myndarlegar þjóðsögur er á Ásmundarsafni. Þetta er sýning grunnskólabarna á frístundaheimilunum Draumaland, Eldflaugin og Halastjarnan. Ekkert kostar inn á sýninguna. Börnin á frístundaheimilunum unnu verkin.
Kl. 14.00-17.00- Kjarvalsstaðir
Klambraflæði Plötusnúðakennsla og rímnasmiðja fyrir börn á aldrinum 7-14 ára, leidd af plötusnúðnum Helga Snæ, sem spilar undir nafninu Sonur Sæll, og tónlistarkonunni Steinunni Jónsdóttur úr hljómsveitunum Amabadama og Reykjavíkurdætrum.
Kl. 15.00-17:00 í Hafnarhúsi
Teikninámskeið fyrir börn á aldrinum 8 – 12 ára. Sigga Björg Sigurðardóttir myndlistamaður leiðir örnámskeið þar sem þátttakendur fá handleiðslu í teikningu með málverk Erró sem fyrirmyndir.
Laugardagur 29. apríl
Kl. 8.00-17:00 í Þjóðminjasafni
Í tilefni af Barnamenningarhátíð verður sýning í Þjóðminjasafninu á myndum eftir börn sem flúið hafa með fjölskyldu sinni stríð og erfiðar aðstæður í heimalandi sínu. Sýningin byggir á listasmiðju sem myndlistarkonan Ásdís Kalman stýrði í samstarfi við Rauða krossinn.
Kl. 13.00-17:00 í Ásmundarsafni
Sýningin Myndarlegar þjóðsögur er á Ásmundarsafni. Þetta er sýning grunnskólabarna á frístundaheimilunum Draumaland, Eldflaugin og Halastjarnan. Ekkert kostar inn á sýninguna. Börnin á frístundaheimilunum unnu verkin.
Kl. 13.00-15:00 í Bókasafni Kópavogs
Ljóðasmiðja með ljóðatrúðnum Gjólu.
Kl. 10.00-17.00 – Kjarvalsstaðir
Listaverk nemenda í Vogaskóla, Vesturbæjarskóla og Háaleitisskóla sem unnin voru í vinnusmiðjunni Falinn Fjársjóður verða til sýnis á Kjarvalsstöðum dagana 28.-30. apríl. Vinnusmiðjan var haldin af Leikhópnum Sjónarspili ásamt Haugfé og Evu Björgu Harðardóttur, leikmyndahönnuði í mars.
Kl. 11.00-12.00 – Kjarvalsstaðir
Leikssýningin Flóttamaðkarnir, sem er fyrir 4-9 ára, verður sýnd á Kjarvalsstöðum helgina 29.- 30. apríl á milli klukkan 11:00-12:00. Flóttamaðkarnir er ný hugljúf barnasýning eftir leikhópinn Sjónarspil með tónlist eftir Megas í lifandi flutningi. Ekkert kostar á sýninguna.
Kl. 14.00-15.00 – Salurinn Kópavogi
Þjóðlög í allskonar myndum með Möggu Stínu og 5. bekkingum úr Smáraskóla, þjóðlagahópnum Þulu og Ásgeiri Ásgeirssyni bæjarlistamanni Kópavogs.
Kl. 14.00-17.00 – Gerðarsafn
Listasmiðja þar sem fjölskyldunni gefst færi á að gera listaverk innblásin af verkum Gerðar Helgadóttur.
Kl. 15.00 – Náttúrufræðistofa Kópavogs
Selafróðleikur fyrir alla fjölskylduna í salnum á 1. hæð.
Kl. 15.00-116.30 – Útivistarsvæði menningarhúsanna
Trommuleikarinn Dísa kennir krökkum á öllum aldri að spila á parabólur.
Sunnudagur 30. apríl
Kl. 8.00-17:00 í Þjóðminjasafni
Í tilefni af Barnamenningarhátíð verður sýning í Þjóðminjasafninu á myndum eftir börn sem flúið hafa með fjölskyldu sinni stríð og erfiðar aðstæður í heimalandi sínu. Sýningin byggir á listasmiðju sem myndlistarkonan Ásdís Kalman stýrði í samstarfi við Rauða krossinn.
Kl. 11.00-12.00 – Kjarvalsstaðir
Leikssýningin Flóttamaðkarnir, sem er fyrir 4-9 ára, verður sýnd á Kjarvalsstöðum helgina 29.- 30. apríl á milli klukkan 11:00-12:00. Flóttamaðkarnir er ný hugljúf barnasýning eftir leikhópinn Sjónarspil með tónlist eftir Megas í lifandi flutningi. Ekkert kostar á sýninguna.
Kl. 11.00-14.00 – Ásmundarsafn
Listasmiðja fyrir 6-9 ára er í Ásmundarsafni. Í listasmiðjunni verður lögð áhersla á hreyfilistaverk Ásmundar Sveinssonar á sýningunni Augans börn.
Kl. 14.00-15.00 – Kjarvalsstaðir
Þátttökutónleikarnir Vísnagull verða á Kjarvalsstöðum á milli klukkan 14:00-15:00. Tónleikarnir eru liður í Barnamenningarhátíð og fyrir 1-3 ára og upp úr. Allir í fjölskyldunni eru velkomnir en dagskráin er sniðin að þörfum yngstu barnanna.