Barnaleiðsögn um Þjóðminjasafnið

Hvernig vitum við það sem vitað er um lífið í gamla daga? Fólkið á Hofsstöðum á svörin við því. Fornleifafræðingar hafa nefnilega komist að ýmsu um líf þess og aðstæður. Það má sjá á sýningunni Saga úr jörðu, sem er í Bogasal Þjóðminjasafnsins.

Á Hofstöðum í Mývatnssveit er merkileg minjaheild allt frá víkingaöld og fram á þá tuttugustu. Þar er gríðarstór veisluskáli sem er eitt stærsta mannvirki sem rannsakað hefur verið á Íslandi. Að auki eru þar minni mannvirki sem hvert hafði sitt hlutverk. Nafn jarðarinnar og skálatóftin mikla sem talin var hofið sem bæjarnafnið vísaði til varð til þess að fræðimenn fengu snemma áhuga á staðnum.

Barnaleiðsögn verður um sýninguna sunnudaginn 3. október klukkan 14:00.

Aðgöngumiði í safnið gildir. Ókeypis fyrir handhafa árskorts og frítt fyrir börn yngri en 18 ára. Árskort kostar 2.000 kr. og gildir á allar sýningar og viðburði á Þjóðminjasafninu.

Grímuskylda er á safninu. Grímuskylda á þó ekki við um börn sem fædd eru 2006 og síðar. Fjöldatakmörkun og nálægðarmörk taka ekki til barna sem fædd eru 2016 eða síðar.

Deilið þessu:

Skildu eftir svar

Vinsamlegast láttu rétt nafn og netfang fylgja með athugasemd