Baldursbrá lendir í ævintýrum

Fjöldi kátra krakka tekur þátt í ævintýraóperunni Baldursbrá. MYND / Geirix

Fjöldi kátra krakka tekur þátt í ævintýraóperunni Baldursbrá. MYND / Geirix

Hafa ekki allir gaman að ævintýrum? Þegar tónlist og söngur bætist við verður upplifunin aldeilis eftirminnileg. Ævintýraóperan Baldursbrá verður frumsýnd í Hörpu á morgun. Úllendúllen kíkti á æfingu á óperunni á Menningarnótt og skemmti sér konunglega.

Höfundur texta er rithöfundurinn Böðvar Guðmundsson en Gunnsteinn Ólafsson er höfundur tónlistar og hljómsveitarstjóri.

Aðeins eru fjórar sýningar fyrirhugaðar dagana 29. ágúst til 1. september. Það er því um að gera og drífa sig á æfingu og sjá síðan sýninguna alla.

Blóm í lífshættu!

Í ævintýraóperunni segir frá blómi sem vill láta drauminn rætast um að sjá sólarlagið ofan af ásnum. Hennar bíða margvíslegar hættur, því á ásnum er bæði kalt og lítið vatn og stórhættulegur Hrútur eigrar þar um. Spói vinur Baldursbrár fær Rebba til þess að bera blómið upp á ásinn en sá er ekki trúaður á að blómið lifi ferðalagið af. Yrðlingar rebba eru á höttunum eftir hrútnum en tekst þeim að bjarga Baldursbrá frá bráðum bana þegar hann hyggst gæða sér á henni?

Í aðalhlutverkum eru Fjóla Nikulásdóttir, Eyjólfur Eyjólfsson, Jón Svavar Jósefsson og Davíð Ólafsson. Leikstjóri er Sveinn Einarsson. Óperan er að hluta byggð á íslenskum þjóðlögum, dönsum og rímnalögum.

Lestu meira um ævintýraóperuna Baldursbrá.

 

[ad name=“POSTS“]

Deilið þessu:

Skildu eftir svar

Vinsamlegast láttu rétt nafn og netfang fylgja með athugasemd